Fyrirliði Leiknis stoppaður af Blikum á förnum vegi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 12:01 Bjarki Aðalsteinsson hefur verið nokkuð lengi í herbúðum Leiknis en er uppalinn hjá Breiðabliki. vísir/Hulda Margrét Fyrirliði Leiknis er uppalinn hjá Breiðabliki og er vel meðvitaður um að hans gamla félags þarf á hjálp Leiknismanna að halda til verða Íslandsmeistari. Eftir úrslit síðustu umferðar er Breiðablik ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum heldur Víkingur. Blikar eru í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir Víkingum. Í lokaumferðinni á morgun tekur Breiðablik á móti HK í Kópavogsslag á meðan Leiknir sækir Víking heim. Staðan er því þannig að Breiðablik verður aldrei Íslandsmeistari nema með aðstoð frá Leikni. Og fyrirliði Leiknismanna, Bjarki Aðalsteinsson, er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi og var viðloðandi Íslandsmeistaralið Breiðabliks 2010. „Ég er uppalinn Bliki, hef búið í Kópavogi alla mína tíð, var hluti af 2010-liðinu og er með miklar taugar til Breiðabliks. En það er ekki eins og það sé aðalhvatningin. Ég er orðinn gríðarlega mikill Leiknismaður og við erum metnaðarfullt félag sem vill vinna alla leiki. Við förum hundrað prósent einbeittir í þennan leik á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Bjarki er hann var búinn að ganga úr skugga um að blaðamaður Vísis væri ekki fulltrúi stjórnmálaflokks á atkvæðaveiðum degi fyrir Alþingiskosningarnar. Yrði ekki verra að rétta hjálparhönd Bjarki hefði samt ekkert á móti því að hjálpa sínu gamla félagi að verða Íslandsmeistari í annað sinn í sögu þess. „Það yrði ekki verra,“ sagði Bjarki. Hann segir að félagar sínir úr Breiðabliki hafi látið vera að biðja hann um hjálp fyrir leikinn á morgun. „Finnur og Viktor [Margeirssynir] eru góðir vinir mínir en þeir eru svo stóískir að þeir hafa ekkert truflað mig. Maður hefur aðallega verið stoppaður hér og þar á förnum vegi og fengið hvatningu frá stuðningsmönnum Blika,“ sagði Bjarki. Hann er ekki eini Blikinn í leikmannahópi Leiknis. Auk hans hafa Sólon Breki Leifsson, Ósvald Jarl Traustason og Ernir Bjarnason leikið fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Þá var markvörðurinn Viktor Freyr Sigurðsson í yngri flokkum Kópavogsfélagsins. Vonandi hristum við upp í þessu Bjarki á ekki von á að fá boð á lokahóf Breiðabliks ef allt fer samkvæmt óskum á morgun. „Ég verð í Breiðholtinu maður. Við erum að fara að fagna mjög góðum árangri í sumar og gera vel við okkur. Við erum búnir að ná okkar markmiðum en þrátt fyrir það er geggjaður leikur á morgun sem verður ógeðslega gaman að spila og vonandi hristum við upp í þessu,“ sagði Bjarki. Leiknir er í 8. sæti deildarinnar og tryggði sér formlega áframhaldandi sæti í henni í síðustu umferð. En það var einungis formsatriði enda hafa Leiknismenn ekki verið í neinni alvöru fallbaráttu í sumar. „Við höfum náð frábærum úrslitum í mörgum leikjum og markmiðið var að halda okkur uppi. Við erum mjög ánægðir með þetta sumar og frábært til að byggja ofan. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Leiknir tekur annað tímabil í efstu deild sem er risastórt,“ sagði Bjarki. Spöruðum kannski fyrsta útisigurinn Tölfræðin er samt ekki með Leikni fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Leiknismenn hafa ekki unnið útileik í sumar og aðeins fengið tvö stig utan Breiðholtsins á meðan Víkingar eru taplausir á heimavelli. „Maður hefur ekkert pælt í því. Frammistaðan á útivelli hefur ekki verið hræðileg. Við höfum átt marga fína leiki en einhvern veginn hefur þetta verið þannig að heimavöllurinn hefur verið gjöfull hvað stigasöfnun varðar. En þetta liggur ekkert á okkur. Þegar við fórum upp í fyrra gekk okkur betur á útivelli en heimavelli. Við kunnum alveg að sækja stig á útivelli og kannski vorum við að spara fyrsta útisigurinn fyrir morgundaginn,“ sagði Bjarki að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Eftir úrslit síðustu umferðar er Breiðablik ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum heldur Víkingur. Blikar eru í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir Víkingum. Í lokaumferðinni á morgun tekur Breiðablik á móti HK í Kópavogsslag á meðan Leiknir sækir Víking heim. Staðan er því þannig að Breiðablik verður aldrei Íslandsmeistari nema með aðstoð frá Leikni. Og fyrirliði Leiknismanna, Bjarki Aðalsteinsson, er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi og var viðloðandi Íslandsmeistaralið Breiðabliks 2010. „Ég er uppalinn Bliki, hef búið í Kópavogi alla mína tíð, var hluti af 2010-liðinu og er með miklar taugar til Breiðabliks. En það er ekki eins og það sé aðalhvatningin. Ég er orðinn gríðarlega mikill Leiknismaður og við erum metnaðarfullt félag sem vill vinna alla leiki. Við förum hundrað prósent einbeittir í þennan leik á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Bjarki er hann var búinn að ganga úr skugga um að blaðamaður Vísis væri ekki fulltrúi stjórnmálaflokks á atkvæðaveiðum degi fyrir Alþingiskosningarnar. Yrði ekki verra að rétta hjálparhönd Bjarki hefði samt ekkert á móti því að hjálpa sínu gamla félagi að verða Íslandsmeistari í annað sinn í sögu þess. „Það yrði ekki verra,“ sagði Bjarki. Hann segir að félagar sínir úr Breiðabliki hafi látið vera að biðja hann um hjálp fyrir leikinn á morgun. „Finnur og Viktor [Margeirssynir] eru góðir vinir mínir en þeir eru svo stóískir að þeir hafa ekkert truflað mig. Maður hefur aðallega verið stoppaður hér og þar á förnum vegi og fengið hvatningu frá stuðningsmönnum Blika,“ sagði Bjarki. Hann er ekki eini Blikinn í leikmannahópi Leiknis. Auk hans hafa Sólon Breki Leifsson, Ósvald Jarl Traustason og Ernir Bjarnason leikið fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Þá var markvörðurinn Viktor Freyr Sigurðsson í yngri flokkum Kópavogsfélagsins. Vonandi hristum við upp í þessu Bjarki á ekki von á að fá boð á lokahóf Breiðabliks ef allt fer samkvæmt óskum á morgun. „Ég verð í Breiðholtinu maður. Við erum að fara að fagna mjög góðum árangri í sumar og gera vel við okkur. Við erum búnir að ná okkar markmiðum en þrátt fyrir það er geggjaður leikur á morgun sem verður ógeðslega gaman að spila og vonandi hristum við upp í þessu,“ sagði Bjarki. Leiknir er í 8. sæti deildarinnar og tryggði sér formlega áframhaldandi sæti í henni í síðustu umferð. En það var einungis formsatriði enda hafa Leiknismenn ekki verið í neinni alvöru fallbaráttu í sumar. „Við höfum náð frábærum úrslitum í mörgum leikjum og markmiðið var að halda okkur uppi. Við erum mjög ánægðir með þetta sumar og frábært til að byggja ofan. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Leiknir tekur annað tímabil í efstu deild sem er risastórt,“ sagði Bjarki. Spöruðum kannski fyrsta útisigurinn Tölfræðin er samt ekki með Leikni fyrir leikinn mikilvæga á morgun. Leiknismenn hafa ekki unnið útileik í sumar og aðeins fengið tvö stig utan Breiðholtsins á meðan Víkingar eru taplausir á heimavelli. „Maður hefur ekkert pælt í því. Frammistaðan á útivelli hefur ekki verið hræðileg. Við höfum átt marga fína leiki en einhvern veginn hefur þetta verið þannig að heimavöllurinn hefur verið gjöfull hvað stigasöfnun varðar. En þetta liggur ekkert á okkur. Þegar við fórum upp í fyrra gekk okkur betur á útivelli en heimavelli. Við kunnum alveg að sækja stig á útivelli og kannski vorum við að spara fyrsta útisigurinn fyrir morgundaginn,“ sagði Bjarki að lokum.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira