Ákall eftir einkarekstri? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:31 Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun