Annað hugarfar á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson skrifar 21. september 2021 07:30 Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Suðvesturkjördæmi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Suma daga vakna ég og hugsa: „Hvað var ég að pæla þegar mér datt í hug að bjóða mig fram til Alþingis?“ Ég les fréttirnar og sé hvernig stjórnmálin eru á Íslandi. Ég sé hvernig starfsumhverfið er á Alþingi. Þar eru góð mál felld bara af því að þau komu frá röngum flokkum. Stundum eru meira að segja góð mál felld af því að valdaflokkarnir halda að þau komu frá röngum flokkum - en snýst síðan hugur þegar þeir átta sig á því að þetta var þeirra eigið mál eftir allt saman. Þetta er ekki gott starfsumhverfi og svo sannarlega ekki gott fyrir hag Íslendinga. Ég hristi hausinn og spyr sjálfan mig hvort þetta umhverfi sé fjögurra ára virði. Ég fylgist með kosningabaráttunni og loforðunum sem flokkar fleygja fram. Ég horfi á þjóðfélagið, sé fátæktina, hlusta á sögurnar af kerfinu sem er brotið og ómannúðlegt. Ég tala við kjósendur á förnum vegi og heyri þeirra eigin upplifun af stjórnmálafólki og því kerfi sem þeir hafa innleitt. Ég átta mig á því að vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru mýmörg og hrannast bara upp vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna. En þegar ég er við það að bugast og gefast upp á þessu öllu saman þá minni ég sjálfan mig á að þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram. Ég tók þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína af því að ég var búinn að fá nóg að þeirri hegðun og framferði sem tíðkast í stjórnmálum á Íslandi. Ég minnist þess að ég bauð mig fram til þess að berjast fyrir þau sem þurfa að upplifa fátækt og ranglæti í þessu ríka landi. Alltaf rétta baráttan Ég minni mig á að ég hef barist við flóknari viðfangsefni og brotið niður eiginhagsmuna- og kerfishyggju á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að í öllu mínu starfi að mannúðarmálum víða um heim hef ég barist fyrir þá sem minna mega sín og að sú barátta hefur ávallt verið sú rétta. Hún gefur mér þá orku sem ég þarf til þess að framkvæma erfiða hluti. Ég minni mig á að ég bauð mig fram til þess að tryggja framtíð barna minna og barnabarna. Þau þurfa að lifa við þær ákvarðanir sem við tökum vegna loftslagsmálanna í dag, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Ég minni mig á að það er tilgangur lífsins að láta gott af sér leiða og vera málsvari þeirra sem ekki er hlustað á. Ég geng því ávallt inn í daginn fullur af orku og baráttuvilja, tilbúinn að takast á við allar þær hindranir sem aðrir reyna að leggja í götu mína. Það er hægt að bæta stjórnmálin á Íslandi, þetta er bara spurning um ákvarðanir og hugarfar. Hugarfar sem ég hef alltaf tileinkað mér og vona að geti smitað út frá sér á Alþingi - fái ég til þess stuðning. Höfundur hefur starfað við mannúðarmál í áratugi og skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun