Þegar hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Menning Fornminjar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun