Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 14:04 Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakka, hefur fjarlægt diplómatísku hanskana. Ap/Jens Schlueter Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum. Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02