Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 14:04 Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakka, hefur fjarlægt diplómatísku hanskana. Ap/Jens Schlueter Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum. Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02