Guðni um ásakanir Miðflokksins: „Ljótasti leikur sem ég hef séð“ Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 17:40 Tómas Ellert Tómasson sakaði Guðna Ágústsson og fleiri Framsóknarmenn um að dreifa óhróðri um Miðflokkinn. Guðni vísar ásökununum til föðurhúsana. Hann tali af virðingu um alla sem eru í pólitík og aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Tómas Ellert Tómasson, kosningastjóri Miðflokksins ber Guðna Ágústsson og ráðherra í Framsóknarflokknum þungum sökum í grein sem hann ritar á vef Vísis í dag. Guðni sver af sér ásakanirnar og segist ekki eiga svona nokkuð skilið. Í pistli sínum, „Skammastu þín Guðni Ágústsson!“, segir Tómas, sem er einnig bæjarfulltrúi í Árborg og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi „brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins“. Guðni, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stundi „vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð“ gegn Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. „Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt!“ Guðfaðir Sigmundar í pólitík Guðni Ágústsson var ómyrkur í máli þegar Vísir náði af honum tali, og sagðist brugðið, en kannaðist þó við þessar ásakanir. Hann hafi fengið samskonar upphringingu úr röðum Miðflokksins. „Að ég væri skítadreifari að hringja í Miðflokksmenn og rægjandi Sigmund Davíð, en ég er guðfaðir hans í pólitík. Studdi hann heilt og hef aldrei látið mér detta í hug, hvorki á mínum ferli, né í stuðningi við flokkinn að ráðast á menn persónulega.“ Hið sama segir hann gilda um Lilju og Ásmund. Þessar ásakanir séu byggðar á lygum. „Þetta er ljótasti leikur sem ég hef séð í garð stjórnmálamanns sem er hættur á þingi og hefur lokið sínum ferli,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð og tali af virðingu um alla sem eru í pólitík. „Ég á vini í öllum stjórnmálaflokkum og margir af mínum gömlu góðu flokksmönnum gengu til liðs við Miðflokkinn. Margir eru þar enn og ég ber virðingu fyrir þeim.“ „Þetta á ég ekki skilið, Tómas Ellert.“ Framsókn hafi einsett sér í kosningabaráttunni að tala ekki illa um fólk heldur ganga fram með slagorðinu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í pistli sínum, „Skammastu þín Guðni Ágústsson!“, segir Tómas, sem er einnig bæjarfulltrúi í Árborg og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi „brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins“. Guðni, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stundi „vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð“ gegn Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. „Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt!“ Guðfaðir Sigmundar í pólitík Guðni Ágústsson var ómyrkur í máli þegar Vísir náði af honum tali, og sagðist brugðið, en kannaðist þó við þessar ásakanir. Hann hafi fengið samskonar upphringingu úr röðum Miðflokksins. „Að ég væri skítadreifari að hringja í Miðflokksmenn og rægjandi Sigmund Davíð, en ég er guðfaðir hans í pólitík. Studdi hann heilt og hef aldrei látið mér detta í hug, hvorki á mínum ferli, né í stuðningi við flokkinn að ráðast á menn persónulega.“ Hið sama segir hann gilda um Lilju og Ásmund. Þessar ásakanir séu byggðar á lygum. „Þetta er ljótasti leikur sem ég hef séð í garð stjórnmálamanns sem er hættur á þingi og hefur lokið sínum ferli,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð og tali af virðingu um alla sem eru í pólitík. „Ég á vini í öllum stjórnmálaflokkum og margir af mínum gömlu góðu flokksmönnum gengu til liðs við Miðflokkinn. Margir eru þar enn og ég ber virðingu fyrir þeim.“ „Þetta á ég ekki skilið, Tómas Ellert.“ Framsókn hafi einsett sér í kosningabaráttunni að tala ekki illa um fólk heldur ganga fram með slagorðinu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“.
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira