Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 12:09 Öryggisgirðing hefur verið reist utan um bandaríska þinghúsið, Capitol, í Washington í aðdraganda boðaðra mótmæla í dag. Óvist er hvernig mæting verður, en lögregla teflir ekki á tvær hættur eftir áhlaupið sem stuðningsfólk Donalds Trump gerði á þinghúsið í janúar síðastliðnum. Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“ Bandaríkin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“
Bandaríkin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira