Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 13:07 Peter Madsen (t.h.) laug ítrekað að lögreglu um afdrif Kim Wall þegar hennar var saknað. Í ljós kom að hann hafði myrt hana og bútað niður lík hennar. Ástarlíf hans í fangelsi hefur engu að síður verið fjörugt. VÍSIR/AFP Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi. Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum. Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Madsen myrti Wall þegar hún kynnti sér heimasmíðaðan kafbát hans árið 2017. Bútaði hann líkið niður og losaði sig við líkamsleifarnar. Hann var síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, alvarlega kynferðislega árás og vanhelgun á líki. Fangelsisvistin hefur þó ekki stöðvað ástarlíf Madsen. Hann giftist Jenny Curpen, rússneskri listakonu, í fyrra. Þau kynntust í gegnum bréfaskriftir og heimsóknir sem hófust skömmu eftir að hann var dæmdur í fangelsi árið 2018. Nýlega kom í ljós að hann átti einnig í samskiptum við stúlku sem hafði fyrst samband við hann árið 2017 þegar hún var sautján ára gömul. Hún sagði dönskum fjölmiðlum í fyrra að hún væri ástfangin af Madsen. Nú dönsku ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna nóg boðið en hún hefur lagt fram frumvarp um að fangar sem afplána lífstíðardóm geti aðeins átt í samskiptum við fólk sem þeir þekktu fyrir fangelsisdvölina fyrstu tíu ár afplánunarinnar, að sögn The Guardian. „Við höfum séð ósmekkleg dæmi undanfarin ár um að fangar sem hafa framið andstyggilega glæpi hafi samband við ungt fólk til að afla sér samúðar og athygli. Það verður augljóslega að stöðva þetta,“ sagði Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Frumvarpið nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar og gætu lögin, verði þau samþykkt, tekið gildi í janúar. Það myndi einnig banna föngunum að tjá sig um glæpi sína á samfélagsmiðlum eða í hlaðvörpum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Fangelsismál Ástin og lífið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira