Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 08:53 Samtök Navalní þróuðu „Snjallkosningu“, forrit sem hjálpar kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað Sameinuðu Rússlandi. Nú hafa tvö stærstu tæknifyrirtæki heims fjarlægt forritið úr verslunum sínum. Vísir/AP Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans. Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans.
Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34