„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2021 15:00 Ragnhildur Sigurðardóttir faðmaði þessa ösp í gærkvöldi. Öspin hefur nú verið felld. Vísir/Magnús Hlynur Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld. Austurveginum var lokað á kafla í gærkvöldi þar sem asparfellingarnar fóru fram. Aspirnar hafa verið þarna í tugi ára og margir á þeirri skoðun að þær hafi verið mikið bæjarprýði, sem götutré á meðan aðrar hafa blótað þeim í sand og ösku og viljað losna við þær. Níu tré voru felld í gærkvöldi, flest tólf til fimmtán metrar á hæð. Fulltrúi fréttastofu var á Austurveginum á Selfossi í gærkvöldi og tók fólk tali. „Það eru þrjár vikur síðan Vegagerðin ræddi þetta við okkur á fundi og mæltist eindregið til þess að við gerðum þetta til að uppfylla öryggi,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Hann geti ekki fullyrt sjálfur að aðgerðin auki öryggi. „Ég get svo sem ekkert lagt mat á það persónulega. En af því Vegagerðin telur að svo sé og flutningabílstjórar hafa bent á að það sjáist illa til gangandi vegfarenda.“ Hjartans mál fyrir fjölda íbúa Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi í Árborg frétti ekki af málinu í starfi sínu heldur heyrði hann af því utan úr bæ. „Mér finnst ekki eðlilegt sem kjörinn fulltrúi að maður skuli frétt úti í bæ þegar teknar eru ákvarðanir sem mér finnst skipta almenning hér mjög miklu máli,“ segir Kjartan. „Þetta er hjartans mál hjá fjölda íbúa, þar á meðal fyrir mig.“ Og ekki síður Ragnhildi Sigurðardóttur, íbúa á Selfossi. Hún mætti á svæðið, tók utan um aspirnar og kvaddi þær sem voru felldar. Þakkaði trénu fyrir allt saman „Ég er bara að styrkja tréð. Takk fyrir að hafa verið hérna. Það er algjör synd að þetta tré sé að fara,“ sagði Ragnhildur í faðmlögum við eina öspina í gær. Hún hefði viljað að skoðað yrði að snyrta trén og auka sýnileika. Ekki hefði þurft að ráðast í að fella trén. „Trén hafa virkilega miklar tilfinningar.“ Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tré auki almennt umferðaröryggi Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Árborg Umferðaröryggi Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15. september 2021 13:18 Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Austurveginum var lokað á kafla í gærkvöldi þar sem asparfellingarnar fóru fram. Aspirnar hafa verið þarna í tugi ára og margir á þeirri skoðun að þær hafi verið mikið bæjarprýði, sem götutré á meðan aðrar hafa blótað þeim í sand og ösku og viljað losna við þær. Níu tré voru felld í gærkvöldi, flest tólf til fimmtán metrar á hæð. Fulltrúi fréttastofu var á Austurveginum á Selfossi í gærkvöldi og tók fólk tali. „Það eru þrjár vikur síðan Vegagerðin ræddi þetta við okkur á fundi og mæltist eindregið til þess að við gerðum þetta til að uppfylla öryggi,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Hann geti ekki fullyrt sjálfur að aðgerðin auki öryggi. „Ég get svo sem ekkert lagt mat á það persónulega. En af því Vegagerðin telur að svo sé og flutningabílstjórar hafa bent á að það sjáist illa til gangandi vegfarenda.“ Hjartans mál fyrir fjölda íbúa Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi í Árborg frétti ekki af málinu í starfi sínu heldur heyrði hann af því utan úr bæ. „Mér finnst ekki eðlilegt sem kjörinn fulltrúi að maður skuli frétt úti í bæ þegar teknar eru ákvarðanir sem mér finnst skipta almenning hér mjög miklu máli,“ segir Kjartan. „Þetta er hjartans mál hjá fjölda íbúa, þar á meðal fyrir mig.“ Og ekki síður Ragnhildi Sigurðardóttur, íbúa á Selfossi. Hún mætti á svæðið, tók utan um aspirnar og kvaddi þær sem voru felldar. Þakkaði trénu fyrir allt saman „Ég er bara að styrkja tréð. Takk fyrir að hafa verið hérna. Það er algjör synd að þetta tré sé að fara,“ sagði Ragnhildur í faðmlögum við eina öspina í gær. Hún hefði viljað að skoðað yrði að snyrta trén og auka sýnileika. Ekki hefði þurft að ráðast í að fella trén. „Trén hafa virkilega miklar tilfinningar.“ Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tré auki almennt umferðaröryggi Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel.
Árborg Umferðaröryggi Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15. september 2021 13:18 Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. 15. september 2021 13:18
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18