Handhafi næstelsta heimsmetsins látinn Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 13:01 Júrí Sedykh vann meðal annars tvo ólympíumeistaratitla á sínum ferli. Getty/Mike Powell Besti sleggjukastari sögunnar, Úkraínumaðurinn Júrí Sedykh, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 66 ára að aldri. Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira