Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 13:18 Nýr asparlaus kafli á Austurvegi. Umrædd tré höfðu allir séð sem ekið hafa í gegnum bæinn, þau skildu áður að akreinarnar á Austurvegi fyrir framan Krónuna og Kaffi Krús. Á myndum má sjá að eftir breytingarnar er strax töluvert ólíkt umhorfs á svæðinu. Vísir/Magnús Hlynur Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021 Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021
Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18