Oddvitaáskorunin: Dundaði sér við fjáraukalög í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Willum Þór Þórsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Willum Þór Þórsson, 58 ára, fimm barna faðir og er oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Ég er hagfræðingur, kennari og íþróttaþjálfari í grunninn og hef setið á alþingi í hátt í 8 ár.“ „Á þessu kjörtímabili sem senn er að ljúka hef ég sinnt ábyrgðarstörfum m.a. sem formaður fjárlaganefndar ásamt því að vera starfandi þingflokksformaður. Auk þess hef ég setið í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og forsætisnefnd. Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og óvenju krefjandi, held ég að sé óhætt að segja. Næstu misseri verða mikilvæg í viðspyrnunni og miklar áskoranir m.a. á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála og atvinnumála. Stór mál sem þarf að takast á við af ábyrgð, festu og skynsemi. Ég trúi því að reynsla mín af þeim ábyrgðarstörfum sem mér hefur verið trúað fyrir komi að góðum notum við þær áskoranir sem framundan eru.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sólsetrið í vestri af svölunum hjá mér í Kópavoginum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þristur, skógarberjamix og bláber. Uppáhalds bók? Fyrir utan Fjárlagafrumvarpið 😊 þá er það Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dýrið gengur laust með Ríó Tríó. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Dundaði mér við fjáraukalög og bandorma svona meira og minna. Hvað tekur þú í bekk? 118,5 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Allur gangur á því. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Knattspyrnuþjálfun. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hyeobdong. Uppáhalds tónlistarmaður? Geri ekki upp á milli bræðrana Jóns og Frikki Dór. Þeir eru frábærir. Besti fimmaurabrandarinn? Veistu hvað sóttvarnarlæknirinn í Japan heitir? Taka Sýni. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég byrjaði í KR. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Steingrímur Hermannsson af erlendum leiðtogum finnst mér mjög traustvekjandi ára yfir Angela Merkel. Besta íslenska Eurovision-lagið? Sókrates með Sverri Stormsker. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll sumarfrín með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hlöllabáturinn hjá Simma Vill. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði á stjórnarfundinum. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? ...hvar á maður að byrja. Líklega best að sleppa því en árin í Verzlunarskólanum voru eitt stórt uppátæki. Rómantískasta uppátækið? Frú Ása er ein til frásagnar af því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein