Lof og last: Árni Vill kominn heim, svarthvítur Chopart, óbilandi trú Skagamanna og andleysi í Breiðholti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2021 10:01 Árni Vilhjálmsson var frábær er Breiðablik vann Val. Vísir/Hulda Margrét Tuttugusta umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta lauk í gærkvöld með 4-0 sigri FH á Stjörnunni. Þegar tvær umferðir eru eftir er deildin æsispennandi bæði á toppi sem og botni. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Lof Árni Vilhjálmsson Árni hefur bara orðið betri og betri eftir því sem líður á sumarið. Hann var hreint út sagt frábær í 3-0 sigri Breiðabliks á Val. Gerði sigurinn það að verkum að Blikar eru á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir á meðan Valur er fallið niður í 5. sæti. Hægt væri að setja enn fleiri leikmenn Blika í Lof-flokkinn en liðið hefur verið hreint út sagt ótrúlegt undanfarnar vikur. Árni fær hrósið að þessu sinni fyrir að skora tvö mörk og vera kominn með 10 mörk í 19 leikjum. Ó er @ArniVill kominn heim? pic.twitter.com/xsvvhM3A0p— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) September 12, 2021 Kennie Chopart Þrátt fyrir að vera frá Danmörku og hafa spilað með bæði Stjörnunni og Fjölni hér á landi virðast fáir meiri KR-ingar þessa dagana heldur en Kennie Knac Chopart. Hann bar fyrirliðabandið nýverið því til sönnunar. Þá virðist sá danski ætla að gera allt í sem í valdi sínu stendur til að koma KR í Evrópu. Skoraði hann eitt og lagði upp annað í 2-0 sigri KR á Keflavík. Evrópudraumurinn lifir því enn í Vesturbænum. Erlingur Agnarsson Fyrr í sumar fór sú orðræða á kreik að Erlingur Agnarsson væri ekki að skora nóg eða leggja upp fyrir leikmann sem spilar jafn framarlega og hann gerir í liði Víkings. Erlingur svaraði því með mörkum gegn FH og KR. Hann skoraði svo tvö af þremur mörkum Víkinga er liðið lagði HK 3-0. Baldur Logi Guðlaugsson Skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu er FH vann Stjörnuna 4-0. Skrúfaði hann spyrnuna - sem var utarlega vinstra megin - upp í samskeytin nær. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, kom engum vörnum við. Bend it like Balli — Kari Freyr Doddason (@Doddason) September 13, 2021 Trú Skagamanna Skagamenn eru þekktir fyrir allt annað að gefast upp. Lærisveinar Jóhannesar Karls Guðjónssonar unnu 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og er nú „aðeins“ tveimur stigum frá öruggu sæti. ÍA mætir Fylki í næstsíðustu umferð deildarinnar. Sannkallaður sex stiga leikur þar á ferðinni en bæði lið eru í fallsæti sem stendur. Last Andleysi í Breiðholtinu Eftir að Leiknir Reykjavík svo gott sem tryggði veru sína í deildinni hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá liðinu. Tapið á Skaganum var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þá hafa Leiknismenn aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum. Reynsluleysi Eggerts Arons Eggert Aron Magnússon fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu er hann tæklaði Guðmund Kristjánsson aftan frá í leik Stjörnunnar og FH í Garðabænum. Valur Það er í raun ómögulegt að henda einum manni undir rútuna hér. Íslandsmeistarar Vals hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið hefur fallið á hverju prófinu á fætur öðru og er nú í 5. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Breiðablik færist nær Íslandsmeistaratitlinum Breiðablik rúllaði yfir Val 3-0. Þetta var tólfti leikurinn sem Breiðablik vinnur í röð þegar liðið spilar í Kópavogi. Það var markalaust í hálfleik. Breiðablik gengu hins vegar á lagið í þeim síðari og gerðu þrjú mörk. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika. 11. september 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 3-0 | Víkingur tekur toppsætið í bili Víkingur R. eru komnir á topp deildarinnar í bili, eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í dag. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Nú þurfa þeir að stóla á úrslit úr leik Breiðabliks gegn Val til þess að halda fyrsta sætinu. 11. september 2021 21:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-0 Fylkir | KA í bullandi Evrópubaráttu KA lagði Fylki að velli á Greifavellinum nú í dag. Lokatölur 2-0 en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. 11. september 2021 13:15 Umfjöllun og viðtöl: Skagamenn enn á lífi í deildinni eftir sigur á Leikni Skagamenn fengu Leiknir R. í heimsókn á Akranes í dag í botnbaráttuslag þar sem ÍA þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til þess að auka möguleika sína á því að bjarga sér frá falli. Leiknir með 22 stig fyrir leikinn og ansi mikið þarf að gerast svo þeir fari niður í Lengjudeildina að ári. 11. september 2021 13:15 Umfjöllun og viðtöl: KR upp í þriðja sæti með sigri á Keflavík KR komst upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla í dag eftir 0-2 sigur á Keflavík og er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem spilar við Val í kvöld. 11. september 2021 13:15 Í beinni: Stjarnan - FH | Garðbæingar geta unnið þriðja leikinn í röð FH vann glæstan sigur á Stjörnunni. Góður fyrri hálfleikur lagði grunnin að 0-4 stórsigri. Aðeins tuttugu leikmenn enduðu inn á vellinum. Þeir Eggert Aron Guðmundsson og Gunnar Nielsen fengu báðir beint rautt spjald. 13. september 2021 21:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Lof Árni Vilhjálmsson Árni hefur bara orðið betri og betri eftir því sem líður á sumarið. Hann var hreint út sagt frábær í 3-0 sigri Breiðabliks á Val. Gerði sigurinn það að verkum að Blikar eru á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir á meðan Valur er fallið niður í 5. sæti. Hægt væri að setja enn fleiri leikmenn Blika í Lof-flokkinn en liðið hefur verið hreint út sagt ótrúlegt undanfarnar vikur. Árni fær hrósið að þessu sinni fyrir að skora tvö mörk og vera kominn með 10 mörk í 19 leikjum. Ó er @ArniVill kominn heim? pic.twitter.com/xsvvhM3A0p— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) September 12, 2021 Kennie Chopart Þrátt fyrir að vera frá Danmörku og hafa spilað með bæði Stjörnunni og Fjölni hér á landi virðast fáir meiri KR-ingar þessa dagana heldur en Kennie Knac Chopart. Hann bar fyrirliðabandið nýverið því til sönnunar. Þá virðist sá danski ætla að gera allt í sem í valdi sínu stendur til að koma KR í Evrópu. Skoraði hann eitt og lagði upp annað í 2-0 sigri KR á Keflavík. Evrópudraumurinn lifir því enn í Vesturbænum. Erlingur Agnarsson Fyrr í sumar fór sú orðræða á kreik að Erlingur Agnarsson væri ekki að skora nóg eða leggja upp fyrir leikmann sem spilar jafn framarlega og hann gerir í liði Víkings. Erlingur svaraði því með mörkum gegn FH og KR. Hann skoraði svo tvö af þremur mörkum Víkinga er liðið lagði HK 3-0. Baldur Logi Guðlaugsson Skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu er FH vann Stjörnuna 4-0. Skrúfaði hann spyrnuna - sem var utarlega vinstra megin - upp í samskeytin nær. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, kom engum vörnum við. Bend it like Balli — Kari Freyr Doddason (@Doddason) September 13, 2021 Trú Skagamanna Skagamenn eru þekktir fyrir allt annað að gefast upp. Lærisveinar Jóhannesar Karls Guðjónssonar unnu 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og er nú „aðeins“ tveimur stigum frá öruggu sæti. ÍA mætir Fylki í næstsíðustu umferð deildarinnar. Sannkallaður sex stiga leikur þar á ferðinni en bæði lið eru í fallsæti sem stendur. Last Andleysi í Breiðholtinu Eftir að Leiknir Reykjavík svo gott sem tryggði veru sína í deildinni hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá liðinu. Tapið á Skaganum var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þá hafa Leiknismenn aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum. Reynsluleysi Eggerts Arons Eggert Aron Magnússon fékk beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu er hann tæklaði Guðmund Kristjánsson aftan frá í leik Stjörnunnar og FH í Garðabænum. Valur Það er í raun ómögulegt að henda einum manni undir rútuna hér. Íslandsmeistarar Vals hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið hefur fallið á hverju prófinu á fætur öðru og er nú í 5. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Breiðablik færist nær Íslandsmeistaratitlinum Breiðablik rúllaði yfir Val 3-0. Þetta var tólfti leikurinn sem Breiðablik vinnur í röð þegar liðið spilar í Kópavogi. Það var markalaust í hálfleik. Breiðablik gengu hins vegar á lagið í þeim síðari og gerðu þrjú mörk. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika. 11. september 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 3-0 | Víkingur tekur toppsætið í bili Víkingur R. eru komnir á topp deildarinnar í bili, eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í dag. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Nú þurfa þeir að stóla á úrslit úr leik Breiðabliks gegn Val til þess að halda fyrsta sætinu. 11. september 2021 21:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-0 Fylkir | KA í bullandi Evrópubaráttu KA lagði Fylki að velli á Greifavellinum nú í dag. Lokatölur 2-0 en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. 11. september 2021 13:15 Umfjöllun og viðtöl: Skagamenn enn á lífi í deildinni eftir sigur á Leikni Skagamenn fengu Leiknir R. í heimsókn á Akranes í dag í botnbaráttuslag þar sem ÍA þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til þess að auka möguleika sína á því að bjarga sér frá falli. Leiknir með 22 stig fyrir leikinn og ansi mikið þarf að gerast svo þeir fari niður í Lengjudeildina að ári. 11. september 2021 13:15 Umfjöllun og viðtöl: KR upp í þriðja sæti með sigri á Keflavík KR komst upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla í dag eftir 0-2 sigur á Keflavík og er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem spilar við Val í kvöld. 11. september 2021 13:15 Í beinni: Stjarnan - FH | Garðbæingar geta unnið þriðja leikinn í röð FH vann glæstan sigur á Stjörnunni. Góður fyrri hálfleikur lagði grunnin að 0-4 stórsigri. Aðeins tuttugu leikmenn enduðu inn á vellinum. Þeir Eggert Aron Guðmundsson og Gunnar Nielsen fengu báðir beint rautt spjald. 13. september 2021 21:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Breiðablik færist nær Íslandsmeistaratitlinum Breiðablik rúllaði yfir Val 3-0. Þetta var tólfti leikurinn sem Breiðablik vinnur í röð þegar liðið spilar í Kópavogi. Það var markalaust í hálfleik. Breiðablik gengu hins vegar á lagið í þeim síðari og gerðu þrjú mörk. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika. 11. september 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 3-0 | Víkingur tekur toppsætið í bili Víkingur R. eru komnir á topp deildarinnar í bili, eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í dag. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Nú þurfa þeir að stóla á úrslit úr leik Breiðabliks gegn Val til þess að halda fyrsta sætinu. 11. september 2021 21:16
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-0 Fylkir | KA í bullandi Evrópubaráttu KA lagði Fylki að velli á Greifavellinum nú í dag. Lokatölur 2-0 en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. 11. september 2021 13:15
Umfjöllun og viðtöl: Skagamenn enn á lífi í deildinni eftir sigur á Leikni Skagamenn fengu Leiknir R. í heimsókn á Akranes í dag í botnbaráttuslag þar sem ÍA þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til þess að auka möguleika sína á því að bjarga sér frá falli. Leiknir með 22 stig fyrir leikinn og ansi mikið þarf að gerast svo þeir fari niður í Lengjudeildina að ári. 11. september 2021 13:15
Umfjöllun og viðtöl: KR upp í þriðja sæti með sigri á Keflavík KR komst upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla í dag eftir 0-2 sigur á Keflavík og er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem spilar við Val í kvöld. 11. september 2021 13:15
Í beinni: Stjarnan - FH | Garðbæingar geta unnið þriðja leikinn í röð FH vann glæstan sigur á Stjörnunni. Góður fyrri hálfleikur lagði grunnin að 0-4 stórsigri. Aðeins tuttugu leikmenn enduðu inn á vellinum. Þeir Eggert Aron Guðmundsson og Gunnar Nielsen fengu báðir beint rautt spjald. 13. september 2021 21:30