Tíu ára fangelsi fyrir að sprauta ókunnuga konu með sæði Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 23:30 Thomas Stemen elti tvær konur áður en hann stak Katie Peters. Getty Thomas Stemen var í síðustu viku dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á konu í matvöruverslun í fyrra og sprauta sæði í hana. Stemen stakk Katie Peters í rassinn með sprautu sem innihélt sæði úr honum og sprautaði í hana. Hún sló til hans og spurði hvort hann hefði brennt hana með sígarettu. Eftir það keyrði hún á brott en byrjaði fljótt að finna mikið til í sárinu. Það var ekki fyrr en hún var komin heim að hún fann stungusár á sér og vökva á buxunum sem hún leitaði til lögreglunnar í Churchton í Maryland, samkvæmt frétt Washington post. Upptökur úr öryggismyndavélum í versluninni sýndu svo hvernig Stemen réðst á hana en sýndu einnig að hann hafði áður elt og reynt að stinga tvær aðrar konur, þar af eina sautján ára gamla, en án árangurs. Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél þegar Stemen réðst á Peters. Lögregluþjónar notuðu þessa upptöku til að finna Stemen. Í bíl hans fannst sprauta með óþekktum „skýjuðum vökva“. Önnur sprauta með vökva fannst upp á skáp inn á baðherbergi og níu tómar fundust víðsvegar á heimilinu. Sprauturnar voru sendar í rannsókn og leiddi hún í ljós að erfðaefni Stemen voru í vökvanum. Peters sagði í viðtali við héraðsmiðilinn Fox 5 eftir árásina að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hefði verið í sprautunni. Það hefði þess vegna getað verið rottueitur eða Stemen hefði reynt að smita hana af HIV. Hún leitaði þó fljótt til læknis og fékk lyfjablöndu sem átti að hjálpa henni að koma í veg fyrir sýkingu. Hér má sjá viðtal við Katie Peters í kjölfar árásarinnar í fyrra. Eins og áður segir var Stemen dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Honum var einnig gert að fara í meðferð og gangast geðrannsókn að fangelsisvist hans lokinni, samkvæmt frétt CBS í Baltimore. Anne Colt Leitless, ríkissaksóknari Maryland, segir árás Stemen hafa verið mjög ógnvænlega. Hann hafi markvisst ætlað sér að skaða grunlausar konur. Í yfirlýsingu sem hún birti segir hún að Stemen verði fjarlægður úr samfélaginu í langan tíma og þakkar þeim sem báru kennsl á hann í fyrra. Bandaríkin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Hún sló til hans og spurði hvort hann hefði brennt hana með sígarettu. Eftir það keyrði hún á brott en byrjaði fljótt að finna mikið til í sárinu. Það var ekki fyrr en hún var komin heim að hún fann stungusár á sér og vökva á buxunum sem hún leitaði til lögreglunnar í Churchton í Maryland, samkvæmt frétt Washington post. Upptökur úr öryggismyndavélum í versluninni sýndu svo hvernig Stemen réðst á hana en sýndu einnig að hann hafði áður elt og reynt að stinga tvær aðrar konur, þar af eina sautján ára gamla, en án árangurs. Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél þegar Stemen réðst á Peters. Lögregluþjónar notuðu þessa upptöku til að finna Stemen. Í bíl hans fannst sprauta með óþekktum „skýjuðum vökva“. Önnur sprauta með vökva fannst upp á skáp inn á baðherbergi og níu tómar fundust víðsvegar á heimilinu. Sprauturnar voru sendar í rannsókn og leiddi hún í ljós að erfðaefni Stemen voru í vökvanum. Peters sagði í viðtali við héraðsmiðilinn Fox 5 eftir árásina að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hefði verið í sprautunni. Það hefði þess vegna getað verið rottueitur eða Stemen hefði reynt að smita hana af HIV. Hún leitaði þó fljótt til læknis og fékk lyfjablöndu sem átti að hjálpa henni að koma í veg fyrir sýkingu. Hér má sjá viðtal við Katie Peters í kjölfar árásarinnar í fyrra. Eins og áður segir var Stemen dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Honum var einnig gert að fara í meðferð og gangast geðrannsókn að fangelsisvist hans lokinni, samkvæmt frétt CBS í Baltimore. Anne Colt Leitless, ríkissaksóknari Maryland, segir árás Stemen hafa verið mjög ógnvænlega. Hann hafi markvisst ætlað sér að skaða grunlausar konur. Í yfirlýsingu sem hún birti segir hún að Stemen verði fjarlægður úr samfélaginu í langan tíma og þakkar þeim sem báru kennsl á hann í fyrra.
Bandaríkin Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira