Verðandi eiginmaður leikmanns Þróttar fékk nýjan fjórtán milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 13:31 T.J. Watt er lykilmaður hjá liði Pittsburgh Steelers. AP/Adrian Kraus T.J. Watt var mættur í slaginn með Pittsburgh Steelers liðinu í ameríska fótboltanum um helgina en hann gekk frá nýjum samningi í síðustu viku. Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Frank ósáttur: „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Frank ósáttur: „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira