Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. september 2021 19:21 Borgarfulltrúar eru áhyggjufullir vegna málsins. Vísir/Vilhelm Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“ Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15