44 ára gamall Brady hefur titilvörnina á sínu 22. tímabili í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:45 Brady og félagar fá Dallas Cowboys í heimsókn í nótt. Douglas P. DeFelice/Getty Images Tom Brady mun leiða NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers sem hefja titilvörn sína gegn Dallas Cowboys er nýtt tímabil vestanhafs hefst í kvöld. Brady hefur þar með sína 22. leiktíð í NFL-deildinni. Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Sjá meira
Eftir 20 ára feril hjá New England Patriots þar sem Brady vann sex ofurskálar yfirgaf hann liðið er samningur hans rann út í fyrra. Hann samdi við Tampa Bay Buccaneers sem höfðu ekki riðið feitum hesti árið áður en liðið komst í úrslitakeppnina sem aukalið (e. wild card). Líkt og oft áður steig sá gamli upp þegar mest á reyndi og fór fyrir liðinu alla leið í Ofurskálina hvar Buccaneers unnu öruggan 31-9 sigur á Kansas City Chiefs. Brady var valinn maður leiksins og varð elsti leikstjórnandinn til að spila, vinna og verða maður leiksins í Ofurskálinni. Stefnan er nú sett á að verja titilinn en ekkert lið hefur unnið NFL-deildina tvö ár í röð frá því að Brady sjálfur gerði það með Patriots árin 2003 og 2004. NFL-deildin hefur göngu sína í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:20. Year 22 LFG @Buccaneers pic.twitter.com/p2MN54mENn— Tom Brady (@TomBrady) September 9, 2021 Bucs mætir að mestu með óbreytt lið til leiks en þeirra hefðbundnu 22 byrjunarliðsmenn, ellefu í sókn og vörn, frá síðasta tímabili eru enn á mála hjá liðinu. Brady segir liðið græða á fáum breytingum en það byrji hins vegar á núllpunkti. „Að einu leyti er maður ekki í raun að verja hann mikið, titillinn er í metaskránni. Þeir taka ekki af okkur það sem við höfum afrekað. Þetta er í raun bara nýtt ár og ný reynsla,“ segir Brady. „Við höfum þó mikið stöðugleika og svipað lið. Við höfum margt til að byggja á og töluvert meiri reynslu saman sem lið. Það er í raun það eina sem maður biðst af þessum leikmönnum, að vera í þessari stöðu sem við erum í. Mér þætti gott að fara út á völl og nýta okkur það.“ segir hann jafnframt. Bucs fá Dallas Cowboys í heimsókn í fyrsta leik í kvöld en kúrekarnir unnu aðeins sex leiki og töpuðu tíu á síðustu leiktíð þar sem þeir voru án leikstjórnanda síns Dak Prescott nánast allt tímabilið. Prescott snýr aftur í kvöld eftir meiðsli sem hann varð fyrir í október í fyrra. Hann spilaði ekki á undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna og áhugavert verður að sjá hvernig hann mætir til leiks. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti