Samofin samfélög Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar 8. september 2021 21:30 Ég, eins og mjög margir aðrir Íslendingar, hangi of mikið á internetinu og samfélagsmiðlum á hverjum degi. Þar skrunar maður í gegnum afmæliskveðjur og aðrar tilkynningar dagsins. Les eina og eina grein eins og þessa sem ég er sjálfur að reyna að skrifa hér og skimar yfir fyrirsagnir fréttamiðla. Í gegnum tölvuna hef ég nánast óheft aðgengi að upplýsingum og er beint og óbeint tengdur fjórum milljörðum jarðarbúa. Ef ég nenni get ég því lagst yfir nánast hvaða málefni sem mér dettur í hug og myndi ekki endast ævin til að komast í gegnum allt efnið bara um það eina málefni. Þau mál sem ég les helst um á netinu tengjast með einhverjum hætti umhverfis- og loftslagsmálum. Þeim nátengd er náttúruvernd en þessum þremur hlutum er þó oft vöðlað saman í umræðunni. Ég hugsa að flestir sjái réttilega loftslagsmálin fyrir sér sem alheimsmál en náttúruvernd sem staðbundna. Sem rök fyrir því þá treysti ég mér til að fullyrða að á öllum þeim klukkustundum sem ég hef varið á netinu hafi ég aldrei séð einn einasta íbúa Íslands skrifa um baráttu sína fyrir ósnortinni náttúru eða endurheimt hennar annars staðar en á Íslandi. Við höfum í mesta lagi deilt skrifum annarra, þrátt fyrir allt aðgengið að upplýsingunum og fólkinu um allan heim. Þökk sé olíunni og kolunum Um 80% af raforkuframleiðslu Íslands fer til útflutnings í gegnum framleiðslu á málmum og vistun á gögnum á netþjónum (m.a. þessum sem ég skrolla í gegnum á hverjum degi). Á Íslandi eru framleidd um 800 þúsund tonn af áli á ári eða rúmlega 1% af heimsframleiðslunni. Öll raforkan í íslensku álframleiðsluna kemur úr vatni annað hvort af hálendi Íslands eða úr borholum. Á sama tíma og við framleiðum alla þessa grænu orku til framleiðslu á alþjóðavörum eins og áli og gagnageymslum flytjum við inn rúmlega 500.000 tonn af orku í formi óumhverfisvænnar óendurnýjanlegrar olíu sem við notum að mestu til að veiða fiskinn, flytja vörur og komast á milli staða innanlands. Þessar athafnir losa um 1.500.000 tonn af CO2 á ári. Þetta er sá hluti losunar Íslands sem flokkast til beinna skuldbindinga okkar samkvæmt Parísarsamningnum. Íslenska hagkerfið og núverandi lífsgæði þjóðarinnar eru því algjörlega háð olíu. Fyrir rétt rúmum 50 árum vorum við meðal fátækustu þjóða Evrópu, en þökk séu olíunni og stálinu gátum við veitt fullt af fiski og flutt hann um alla veröld með meira af olíu og stáli. Enn í dag ferðast allir til og frá Íslandi á olíu, allar vörur eru fluttar til og frá Íslandi með olíu, allur fiskurinn er veiddur og fluttur um allan heim með olíu, íslenskur landbúnaður eru nánast algjörlega háður olíu og nánast allar samgöngur innanlands eru á olíu. Í dag er Ísland meðal ríkustu þjóða Evrópu, þökk sé olíunni og kolunum en án þeirra gætum við hvorki veitt fisk, brætt ál né tekið á móti ferðamönnum. Náttúran og neyslan Loftslagsvandinn er orkuvandinn! Um 70% af losun í heiminum eru vegna orkunotkunar og um 80% af grunnorkunni eru framleidd með óendurnýjanlegum jarðleifum. Með nýtingu á vatnsafli, jarðvarma og vindorku leggur Ísland hins vegar á hverju ári um 20.000 GWst af grænni orku inn í þessa heildarorkusummu heimsins. Til að það sé mögulegt þarf að virkja orkuna; búa til uppistöðulón, bora holur og reisa vindmyllur. Síðan þarf að flytja hana til notandans með raflínum. Það flæðir því orka um allt Ísland alla daga; raforka eftir raflínum og olía um sjóinn og vegina. Umræðan á Íslandi er mjög ólík eftir því um hvora orkuna er verið að ræða og tengslin á milli lítið rædd. Ef einhverjum er alvara með að bæta umhverfið og loftslagið og um leið vernda náttúru Íslands fyrir frekari orkuframleiðslu verður að taka á neyslunni. Við getum ekki unnið að því að byggja upp ferðaþjónustu (sem öll er drifin áfram á olíu og málmum), keypt ný skip, bíla og hjólhýsi og byggt hús, vegi og flugstöðvar, og á sama tíma krafist þess að íslensk náttúra sé vernduð fyrir nýjum virkjunum og málmvinnslum. Þessir tveir hlutir eru algjörlega samofnir; það kemst enginn til og frá Íslandi nema einhver í heiminum vinni málma og olíu. Þeir sem ganga hart fram gegn öllum virkjanaframkvæmdum, hvort sem um er að ræða vatn, vind eða sól, gera sér vonandi grein fyrir því að allur heimurinn er í kapphlaupi við tímann að reyna að breyta orkukerfum sínum yfir í endurnýjanlega orku eins hratt og mögulegt er. Gleymum því aldrei að upplifun innlendra og erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru byggir algerlega á orkunýtingu annarra þjóða sem leggja til málma í faratækin og olíu til að knýja þau. Að afneita algerlega öllum umhverfisvænum virkjunarkostum hérlendis án þess að gefa eftir kröfu um óbreytt aðgengi að óumhverfisvænum orkuvörum frá útlöndum er jafna sem er erfitt að láta ganga upp til lengdar. Höfundur er framkvæmdastjóri Vistorku ehf. á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég, eins og mjög margir aðrir Íslendingar, hangi of mikið á internetinu og samfélagsmiðlum á hverjum degi. Þar skrunar maður í gegnum afmæliskveðjur og aðrar tilkynningar dagsins. Les eina og eina grein eins og þessa sem ég er sjálfur að reyna að skrifa hér og skimar yfir fyrirsagnir fréttamiðla. Í gegnum tölvuna hef ég nánast óheft aðgengi að upplýsingum og er beint og óbeint tengdur fjórum milljörðum jarðarbúa. Ef ég nenni get ég því lagst yfir nánast hvaða málefni sem mér dettur í hug og myndi ekki endast ævin til að komast í gegnum allt efnið bara um það eina málefni. Þau mál sem ég les helst um á netinu tengjast með einhverjum hætti umhverfis- og loftslagsmálum. Þeim nátengd er náttúruvernd en þessum þremur hlutum er þó oft vöðlað saman í umræðunni. Ég hugsa að flestir sjái réttilega loftslagsmálin fyrir sér sem alheimsmál en náttúruvernd sem staðbundna. Sem rök fyrir því þá treysti ég mér til að fullyrða að á öllum þeim klukkustundum sem ég hef varið á netinu hafi ég aldrei séð einn einasta íbúa Íslands skrifa um baráttu sína fyrir ósnortinni náttúru eða endurheimt hennar annars staðar en á Íslandi. Við höfum í mesta lagi deilt skrifum annarra, þrátt fyrir allt aðgengið að upplýsingunum og fólkinu um allan heim. Þökk sé olíunni og kolunum Um 80% af raforkuframleiðslu Íslands fer til útflutnings í gegnum framleiðslu á málmum og vistun á gögnum á netþjónum (m.a. þessum sem ég skrolla í gegnum á hverjum degi). Á Íslandi eru framleidd um 800 þúsund tonn af áli á ári eða rúmlega 1% af heimsframleiðslunni. Öll raforkan í íslensku álframleiðsluna kemur úr vatni annað hvort af hálendi Íslands eða úr borholum. Á sama tíma og við framleiðum alla þessa grænu orku til framleiðslu á alþjóðavörum eins og áli og gagnageymslum flytjum við inn rúmlega 500.000 tonn af orku í formi óumhverfisvænnar óendurnýjanlegrar olíu sem við notum að mestu til að veiða fiskinn, flytja vörur og komast á milli staða innanlands. Þessar athafnir losa um 1.500.000 tonn af CO2 á ári. Þetta er sá hluti losunar Íslands sem flokkast til beinna skuldbindinga okkar samkvæmt Parísarsamningnum. Íslenska hagkerfið og núverandi lífsgæði þjóðarinnar eru því algjörlega háð olíu. Fyrir rétt rúmum 50 árum vorum við meðal fátækustu þjóða Evrópu, en þökk séu olíunni og stálinu gátum við veitt fullt af fiski og flutt hann um alla veröld með meira af olíu og stáli. Enn í dag ferðast allir til og frá Íslandi á olíu, allar vörur eru fluttar til og frá Íslandi með olíu, allur fiskurinn er veiddur og fluttur um allan heim með olíu, íslenskur landbúnaður eru nánast algjörlega háður olíu og nánast allar samgöngur innanlands eru á olíu. Í dag er Ísland meðal ríkustu þjóða Evrópu, þökk sé olíunni og kolunum en án þeirra gætum við hvorki veitt fisk, brætt ál né tekið á móti ferðamönnum. Náttúran og neyslan Loftslagsvandinn er orkuvandinn! Um 70% af losun í heiminum eru vegna orkunotkunar og um 80% af grunnorkunni eru framleidd með óendurnýjanlegum jarðleifum. Með nýtingu á vatnsafli, jarðvarma og vindorku leggur Ísland hins vegar á hverju ári um 20.000 GWst af grænni orku inn í þessa heildarorkusummu heimsins. Til að það sé mögulegt þarf að virkja orkuna; búa til uppistöðulón, bora holur og reisa vindmyllur. Síðan þarf að flytja hana til notandans með raflínum. Það flæðir því orka um allt Ísland alla daga; raforka eftir raflínum og olía um sjóinn og vegina. Umræðan á Íslandi er mjög ólík eftir því um hvora orkuna er verið að ræða og tengslin á milli lítið rædd. Ef einhverjum er alvara með að bæta umhverfið og loftslagið og um leið vernda náttúru Íslands fyrir frekari orkuframleiðslu verður að taka á neyslunni. Við getum ekki unnið að því að byggja upp ferðaþjónustu (sem öll er drifin áfram á olíu og málmum), keypt ný skip, bíla og hjólhýsi og byggt hús, vegi og flugstöðvar, og á sama tíma krafist þess að íslensk náttúra sé vernduð fyrir nýjum virkjunum og málmvinnslum. Þessir tveir hlutir eru algjörlega samofnir; það kemst enginn til og frá Íslandi nema einhver í heiminum vinni málma og olíu. Þeir sem ganga hart fram gegn öllum virkjanaframkvæmdum, hvort sem um er að ræða vatn, vind eða sól, gera sér vonandi grein fyrir því að allur heimurinn er í kapphlaupi við tímann að reyna að breyta orkukerfum sínum yfir í endurnýjanlega orku eins hratt og mögulegt er. Gleymum því aldrei að upplifun innlendra og erlendra ferðamanna af íslenskri náttúru byggir algerlega á orkunýtingu annarra þjóða sem leggja til málma í faratækin og olíu til að knýja þau. Að afneita algerlega öllum umhverfisvænum virkjunarkostum hérlendis án þess að gefa eftir kröfu um óbreytt aðgengi að óumhverfisvænum orkuvörum frá útlöndum er jafna sem er erfitt að láta ganga upp til lengdar. Höfundur er framkvæmdastjóri Vistorku ehf. á Akureyri.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar