Ekkja Bobbys vill ekki að morðinginn sleppi Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 16:57 Ethel Kennedy hefur sett sig upp á móti hugmyndum um að Sirhan Sirhan, sem réð mann hennar af dögum árið 1968 verði látinn laus. AP Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum í miðri kosningabaráttu árið 1968, segist andvíg því að banamanni eiginmanns hennar, Sirhan Sirhan, verði veitt reynslulausn. Yfirlýsing þess efnis birtist á Twittersíðu dóttur hennar, Kerry Kennedy, í gær. Sirhan hefur setið inni í 53 ár af lífstíðardómi. Hann á nú í fyrsta sinn raunhæft tækifæri á að ljúka afplánun eftir að nefnd um reynsluskoðun komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að hann væri breyttur maður og samfélaginu stafaði ekki lengur ógn af honum. Í umfjöllun AP segir að þetta hefi verið í sextánda sinn sem Sirhan kemur fyrir nefndina, en honum hafði ávallt verið synjað um reynslulausn. Málið fer fyrir endurskoðunarnefnd á næstu mánuðum, en ef það hlýtur brautargengi þar mun það lenda á borði Gavin Newsome, ríkisstjóra Kaliforníu, sem tekur lokaákvörðun um hvort Sirhan fái frelsi. Sirhan Sirhan var 24 ára þegar hann réði Bobby Kennedy af dögum. Hann sagðist hafa unnið ódæðið vegna stuðings Kennedys við Ísrael í Sex daga stríðinu árið 1967. Drap vonastjörnu Demókrataflokksins Sirhan Sirhan, sem er nú 77 ára, fæddist í kristna fjölskyldu í Palestínu en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem barn. Hann játaði sök við handtöku og sagðist einfaldlega hafa drepið Kennedy vegna stuðnings hans við Ísrael í sex daga stríðinu 1967. Sirhan bar síðar fyrir sig ölvun og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Hann var dæmdur til dauða, en dómnum var breytt í lífstíðardóm þegar Kalifornía afnam dauðarefsingar til skamms tíma árið 1972. Þegar þarna var komið var Kennedy vinsæll öldungadeildarþingmaður, en þekktastur sem bróðir forsetans fyrrvernandi, Johns F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum fimm árum áður. Bobby var talinn sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 1968, þar sem repúblikaninn Richard Nixon fagnaði loks sigri. Afstaða ættmóðurinnar afhjúpar klofning í fjölskyldunni þar sem tveir synir þeirra hjóna, Robert yngri og Douglas, höfðu lýst yfir stuðningi við því að morðingja föður þeirra yrði sleppt úr haldi, en fyrrnefnd Kerry og fimm systkini hennar eru því mótfallin. Hinn 5. júní árið 1968 talaði Bobby Kennedy fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu á Ambassador hótelinu í Los Angeles, með Ethel sér við hlið. Strax eftir að hann steig úr ræðupúltinu kom Sirhan Sirhan aðvífandi og skaut hann þrisvar, einu sinni í höfuðið og tvisvar í bakið. Sirhan var umsvifalaust yfirbugaður, en Kennedy lést af sárum sínum daginn eftir. Í yfirlýsingu Ethelar, sem er 93ja ára, segir að Bobby, eins og hann var jafnan kallaður, hafi verið maður friðarins og viljað sameina fólk, en dauði hans hafi verið ómælanlegur missir fyrir fjölskylduna og bandarísku þjóðina. Undir yfirlýsinguna er handskrifað: „Hann ætti ekki að fá reynslulausn. Ethel Kennedy.“ Please read and share my Mom’s statement. He should not be paroled. pic.twitter.com/AdHUwh9L2n— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) September 7, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 27. ágúst 2021 23:02 Sirhan Sirhan stunginn í steininum Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum. 31. ágúst 2019 09:44 Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy. 23. nóvember 2013 22:11 Morðingi Kennedys fær ekki reynslulausn Beiðni morðingja Roberts Kennedys, Sirhan Sirhan,um reynslulausn, var hafnað í gær. 3. mars 2011 09:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Sirhan hefur setið inni í 53 ár af lífstíðardómi. Hann á nú í fyrsta sinn raunhæft tækifæri á að ljúka afplánun eftir að nefnd um reynsluskoðun komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að hann væri breyttur maður og samfélaginu stafaði ekki lengur ógn af honum. Í umfjöllun AP segir að þetta hefi verið í sextánda sinn sem Sirhan kemur fyrir nefndina, en honum hafði ávallt verið synjað um reynslulausn. Málið fer fyrir endurskoðunarnefnd á næstu mánuðum, en ef það hlýtur brautargengi þar mun það lenda á borði Gavin Newsome, ríkisstjóra Kaliforníu, sem tekur lokaákvörðun um hvort Sirhan fái frelsi. Sirhan Sirhan var 24 ára þegar hann réði Bobby Kennedy af dögum. Hann sagðist hafa unnið ódæðið vegna stuðings Kennedys við Ísrael í Sex daga stríðinu árið 1967. Drap vonastjörnu Demókrataflokksins Sirhan Sirhan, sem er nú 77 ára, fæddist í kristna fjölskyldu í Palestínu en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna sem barn. Hann játaði sök við handtöku og sagðist einfaldlega hafa drepið Kennedy vegna stuðnings hans við Ísrael í sex daga stríðinu 1967. Sirhan bar síðar fyrir sig ölvun og sagðist ekkert muna eftir atvikinu. Hann var dæmdur til dauða, en dómnum var breytt í lífstíðardóm þegar Kalifornía afnam dauðarefsingar til skamms tíma árið 1972. Þegar þarna var komið var Kennedy vinsæll öldungadeildarþingmaður, en þekktastur sem bróðir forsetans fyrrvernandi, Johns F. Kennedy, sem var ráðinn af dögum fimm árum áður. Bobby var talinn sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 1968, þar sem repúblikaninn Richard Nixon fagnaði loks sigri. Afstaða ættmóðurinnar afhjúpar klofning í fjölskyldunni þar sem tveir synir þeirra hjóna, Robert yngri og Douglas, höfðu lýst yfir stuðningi við því að morðingja föður þeirra yrði sleppt úr haldi, en fyrrnefnd Kerry og fimm systkini hennar eru því mótfallin. Hinn 5. júní árið 1968 talaði Bobby Kennedy fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu á Ambassador hótelinu í Los Angeles, með Ethel sér við hlið. Strax eftir að hann steig úr ræðupúltinu kom Sirhan Sirhan aðvífandi og skaut hann þrisvar, einu sinni í höfuðið og tvisvar í bakið. Sirhan var umsvifalaust yfirbugaður, en Kennedy lést af sárum sínum daginn eftir. Í yfirlýsingu Ethelar, sem er 93ja ára, segir að Bobby, eins og hann var jafnan kallaður, hafi verið maður friðarins og viljað sameina fólk, en dauði hans hafi verið ómælanlegur missir fyrir fjölskylduna og bandarísku þjóðina. Undir yfirlýsinguna er handskrifað: „Hann ætti ekki að fá reynslulausn. Ethel Kennedy.“ Please read and share my Mom’s statement. He should not be paroled. pic.twitter.com/AdHUwh9L2n— Kerry Kennedy (@KerryKennedyRFK) September 7, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 27. ágúst 2021 23:02 Sirhan Sirhan stunginn í steininum Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum. 31. ágúst 2019 09:44 Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy. 23. nóvember 2013 22:11 Morðingi Kennedys fær ekki reynslulausn Beiðni morðingja Roberts Kennedys, Sirhan Sirhan,um reynslulausn, var hafnað í gær. 3. mars 2011 09:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 27. ágúst 2021 23:02
Sirhan Sirhan stunginn í steininum Sirhan Sirhan, maðurinn sem myrti forsetaframbjóðandann Robert Kennedy árið 1968 og hefur setið inni síðan, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið stunginn af samfanga sínum. 31. ágúst 2019 09:44
Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy. 23. nóvember 2013 22:11
Morðingi Kennedys fær ekki reynslulausn Beiðni morðingja Roberts Kennedys, Sirhan Sirhan,um reynslulausn, var hafnað í gær. 3. mars 2011 09:04