VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. september 2021 22:05 Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga Visir/Bára 16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum. Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira