Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 08:00 Breytingar eru framundan við Aðalstræti 9. Te og kaffi Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. „Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15
Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10