Óttast að milljónir barna fái enga menntun Heimsljós 6. september 2021 13:59 JUOZAS CERNIUS/SAVE THE CHILDREN Samkvæmt nýrri skýrslu eru menntamál í ólestri í 48 þjóðríkjum Óttast er að hundruð milljóna barna í fjölmörgum þjóðríkjum standi frammi fyrir því að fá enga formlega menntun á þessu hausti. Samkvæmt nýrri greiningu alþjóðasamtakanna Save the Children (Barnaheill) eru ýmsar skýringar á þessu ófremdarástandi, meðal annars loftslagsbreytingar, skortur á bóluefnum gegn COVID-19, hrakningar, árásir á skóla og skortur á netsambandi. Samkvæmt skýrslunni – Build Forward Better – eru menntamál í ólestri í 48 þjóðríkjum, fjórðungi allra ríkja í heiminum. Samtökin benda á að nú þegar þorri barna er að hefja skólagöngu á þessu hausti hafi milljónir barna ekki aðgang að skólastofunni sinni, auk þeirra 258 milljóna barna sem fyrir heimsfaraldurinn voru utan skóla. Save the Children hvetja stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að tryggja skólagöngu barna og „svipta þau ekki framtíð sinni,“ eins og segir í skýrslunni. Af ríkjum þar sem menntun barna er í óvissu má nefna Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Nígeríu, Sómalíu, Afganistan, Suður-Súdan, Súdan, Malí og Líbíu, auk þess sem verulega skorti á viðunandi menntun barna í Sýrlandi og Jemen. Fram kemur í skýrslunni að áætlað sé að 10 til 15 milljónir barna eigi á hættu að snúa ekki aftur í skóla vegna efnahagslegra áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Foreldrar hafi margir hverjir tekið börn úr skólum og komið þeim í vinnu og mörg dæmi séu um að barnungar stúlkur séu þvingaðar í hjónabönd. Bent er á að loftslagsbreytingar hafi leitt til lokunar skóla vegna skemmda í ofsaveðrum og að margar barnafjölskyldur hafi flúið heimkynni sín vegna öfga í veðurfari. Allt leiði þetta til óvissu um menntun barna. Alþjóðasamfélagið er hvatt til þess að bregðast við og tryggja fátækum börnum aðgang að góðri menntun því „réttur barna til menntunar glatast ekki þótt neyðarástand skapist,“ eins og haft er eftir Inger Ashing framkvæmdastjóra Save the Children. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Óttast er að hundruð milljóna barna í fjölmörgum þjóðríkjum standi frammi fyrir því að fá enga formlega menntun á þessu hausti. Samkvæmt nýrri greiningu alþjóðasamtakanna Save the Children (Barnaheill) eru ýmsar skýringar á þessu ófremdarástandi, meðal annars loftslagsbreytingar, skortur á bóluefnum gegn COVID-19, hrakningar, árásir á skóla og skortur á netsambandi. Samkvæmt skýrslunni – Build Forward Better – eru menntamál í ólestri í 48 þjóðríkjum, fjórðungi allra ríkja í heiminum. Samtökin benda á að nú þegar þorri barna er að hefja skólagöngu á þessu hausti hafi milljónir barna ekki aðgang að skólastofunni sinni, auk þeirra 258 milljóna barna sem fyrir heimsfaraldurinn voru utan skóla. Save the Children hvetja stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að tryggja skólagöngu barna og „svipta þau ekki framtíð sinni,“ eins og segir í skýrslunni. Af ríkjum þar sem menntun barna er í óvissu má nefna Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Nígeríu, Sómalíu, Afganistan, Suður-Súdan, Súdan, Malí og Líbíu, auk þess sem verulega skorti á viðunandi menntun barna í Sýrlandi og Jemen. Fram kemur í skýrslunni að áætlað sé að 10 til 15 milljónir barna eigi á hættu að snúa ekki aftur í skóla vegna efnahagslegra áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Foreldrar hafi margir hverjir tekið börn úr skólum og komið þeim í vinnu og mörg dæmi séu um að barnungar stúlkur séu þvingaðar í hjónabönd. Bent er á að loftslagsbreytingar hafi leitt til lokunar skóla vegna skemmda í ofsaveðrum og að margar barnafjölskyldur hafi flúið heimkynni sín vegna öfga í veðurfari. Allt leiði þetta til óvissu um menntun barna. Alþjóðasamfélagið er hvatt til þess að bregðast við og tryggja fátækum börnum aðgang að góðri menntun því „réttur barna til menntunar glatast ekki þótt neyðarástand skapist,“ eins og haft er eftir Inger Ashing framkvæmdastjóra Save the Children. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent