Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 07:54 Keflavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. „Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira