Að skipta kökunni eða stækka? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 6. september 2021 12:31 Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er furðulegt til þess að hugsa að nú þegar Ísland hefur risið hratt og vel upp úr fjármálakreppunni og tekist með sóma á við heimsfaraldur Kórónuveirunnar þá virðist pólitísk umræða margra stjórnmálaflokka snúast nær eingöngu um hvernig skipta eigi kökunni. Hvernig hægt sé að hækka skatta á ákveðin fyrirtæki eða ákveðið fólk til þess að færa fjármuni yfir til annara, eða bara allra hinna. En ég spyr, hvað með framtíð okkar sem lands og þjóðar? Hvernig tryggjum við áframhaldandi velsæld og framgang íslenskrar þjóðar? Er það með boðum og bönnum, skattahækkunum og opinberum millifærslukerfum? Ég held ekki. Áframhaldandi velsæld fólks byggir á öflugu íslensku atvinnulífi og auknum útflutningstekjum. Okkur hefur sannarlega gengið vel sem þjóð að selja fisk, fullnýta hráefni og draga úr kolefnissporum atvinnuvegarins. Við erum svo lánsöm að hafa hér hreina græna orku þannig að hér getum við framleitt t.d. ál með umhverfisvænni hætti en víða annarstaðar í heiminum. Ferðamenn hafa streymt til landsins á síðustu tveimur áratugum og orðið stoð í íslensku atvinnulífi. Ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki bara gefið okkur gjaldeyri og fjölgað störfum út um land allt, heldur líka gefið okkur fjölbreytileika í ýmiskonar þjónustu og mannlífi. Fjöldi veitingastaða, kaffihúsa og ýmiskonar afþreying hefur fyrst og síðast orðið til vegna aukins fjölda ferðamanna en gagnast okkur öllum, til að gera lífið skemmtilegra. En til framtíðar getum við ekki einblínt á þessar atvinnugreinar við þurfum að horfa til atvinnuvega sem ekki eru drifnir áfram á auðlindanýtingu. Hugverksiðnaðurinn er framtíðin Hugverksiðnaðurinn er orðinn fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi og í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Hann á alla möguleika á að verða stærsta stoðin. Hugvitið getum við nefnilega endalaust virkjað. Fjölbreytni í gjaldeyrissköpun skiptir máli, eykur stöðugleika og hagvöxt og hjálpar okkur að takast á við sveiflur í ákveðnum atvinnugreinum. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda hefur verið byggt undir þennan iðnað. Með hvötum til rannsóknar og nýsköpunar hafa fleiri fyrirtæki orðið til. Það sem skiptir miklu máli er að fyrirtæki velji að vera staðsett á Íslandi. Það að Ísland sé ákjósanlegur staður til að staðsetja fyrirtæki, sem vinna við rannsóknir og nýsköpun, er eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert fyrir framtíð okkar og barna okkar. Þannig erum við að tryggja áframhaldandi öflugt atvinnulíf sem er forsenda velsældar heimilanna í landinu. Þannig erum við líka að fjölga atvinnutækifærum og gera Ísland að ákjósanlegum stað til að búa á til langrar framtíðar. Með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi skapast skilyrði til að þjónusta íbúa á öllum aldri með enn betra heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og löggæslu. Munum hvaðan peningarnir sem frambjóðendur tala nú um að verja í ýmiskonar málaflokka koma. Verum skynsöm og nýtum krafta okkar í að tryggja hér gott umhverfi fyrir atvinnulífið, fyrir nýsköpun, rannsóknir og skapandi greinar í stað þess að eyða kröftunum í allskonar formúlur og krúsidúllur um yfirfærslu fjármuna frá þeim „ríku“ til þeirra sem eru ekki mjög ríkir. Það er reyndar nokkuð örugg leið til að tryggja að hinir fjársterku velji að búa annarstaðar og skili þar af leiðandi litlu sem engu til íslensks samfélags. Setjum X við D og tryggjum bjarta framtíð lands og þjóðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun