Í einangrun í hjólhýsi en tók þátt í heilsuátaki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 06:30 Sif var einkennalaus að öllu leyti en fannst hreyfingarleysið erfiðast. Vísir/Vilhelm Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun. „Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Ég fæ niðurstöðurnar þarna á föstudeginum fyrir tíu dögum síðan og þá bara tók ég strax ákvörðun um að flytja út í hjólhýsi fyrir utan heima hjá mér og er búin að búa þar síðustu tíu daga,“ segir Sif. Hún segist þó ekki hafa haft það slæmt þar sem hún hafi verið einkennalaus að öllu leyti. Sif er mikill orkubolti og stundar hreyfingu af miklu kappi. Hún mætir á UltraForm æfingar þrisvar í viku og stundar fjallahlaup þess á milli. Hún átti bókað í tvö fjallahlaup á meðan á einangruninni stóð, Tindahlaupið í Mosfellsbæ og Eldslóðina. Sif Sturludóttir lenti í einangrun fyrir tíu dögum síðan þegar hún greindist með Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta er kannski það sem hafði mest áhrif á mig, þessi innilokun. Það sem mér fannst verst var hreyfingarleysið, að mega ekki fara í ræktina og mega ekki fara út að hlaupa.“ Hún varð því fljótt eirðarlaus enda óvön svo mikilli kyrrsetu. Það var svo þann 1. september sem Þórdís Valsdóttir, samstarfskona Sifjar, setti inn svokallaða 30/30 áskorun sem felst í því að hreyfa sig í 30 mínútur í 30 daga. „Þá fannst mér tilvalið að taka þátt. Þá var ég ekki búin að hreyfa mig í fjóra daga og hún setur inn þessa áskorun og ég hugsa: „Ókei, ég get allavega gert þetta“. Ég fer út og hreyfi mig í 30 mínútur úti í garði. Ég byrjaði að hlaupa úti í garði og gera alls konar æfingar. Svo tók ég með mér lóð og fór að lyfta og notaði pallinn til þess að gera uppstig.“ Sif segir það hafa haft sína kosti og galla að dvelja í hjólhýsi fyrir utan heimili sitt. Fjölskylda hennar færði henni kvöldmat og hún segir vinkonur sínar hafa dekrað við sig með kampavíni, kaffi og alls kyns sendingum. Aftur á móti hafði hún lítið pláss og vann, svaf og horfði á sjónvarp allt á sama staðnum. Sif var heppin og gat nýtt sér garðinn heima hjá sér til æfinga.Vísir/Vilhelm „Ég var síðan bara með alls kyns markmiðasetningu. Ég var við góða heilsu þannig ég gat unnið á hverjum degi. Svo voru bara alls konar þættir á Stöð 2 plús og allir nýju þættirnir á Stöð 2 sem styttu mér stundirnar.“ Sif losnar úr einangrun í dag. Hún er þó hvergi nær hætt að hreyfa sig og hlakkar mikið til að mæta á UltraForm æfingu. Hennar fyrsta verkefni verður þó að knúsa fjölskylduna sína. „Ég hef ekki fengið knús í tíu daga! Svo ætla ég bara að fara beint í vinnuna og fá mér góðan kaffibolla á kaffihúsinu með öllum samstarfsfélögunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira