Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs Snorri Másson skrifar 5. september 2021 19:30 Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var sem betur fer á ferð um Kleifarheiði í gærkvöldi. Vísir Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni. Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum. Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum.
Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50