Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs Snorri Másson skrifar 5. september 2021 19:30 Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var sem betur fer á ferð um Kleifarheiði í gærkvöldi. Vísir Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni. Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum. Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum.
Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50