Fjölnir greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag, en Ásmundur hefur skipað stóran sess í sögu félagsins. Hann var tvisvar sinnum aðalþjálfari meistaraflokks karla og undir hans stjórn komst liðið tvisvar upp í efstu deild.
Fjölnir fór einnig tvisvar í bikarúrslit undir stjórn Ásmundar, en liðið féll úr efstu deild á seinasta tímabili.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að Ásmundur skilji við liðið á góðum stað, en Fjölnir situr nú í fjórða sæti Lengjudeildarinnar þegar liðið á þrjá leiki eftir. Fjölnismenn halda enn í veika von um að vinna sér inn sæti í efstu deild á komandi tímabili. Til að það gangi upp þarf liðið að vinna upp átta stiga forskot Eyjamanna þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum.
Takk fyrir öll 10 árin!
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) September 5, 2021
Knattspyrnudeild Fjölnis og Ásmundur Arnarsson hafa tekið þá ákvörðun um að framlengja ekki samstarfinu áfram að tímabili loknu. pic.twitter.com/9QQKxCVO2j