Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 09:17 Jackie Johnson náði ekki endurkjöri sem umdæmissaksóknari í Brunswick í fyrra. Hún er nú ákærð fyrir misferli í máli feðganna sem drápu Ahmaud Arbery. AP/Terry Dickson/The Brunswick News Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. Morðið á Ahmaud Arbery vakti verulega athygli í fyrra. Þrír hvítir karlmenn eltu hann og stöðvuðu þar sem hann var á skokki. Viðskiptum þeirra lauk þannig að mennirnir skutu Arbery til bana. Þetta gerðist í febrúar í fyrra en yfirvöld í Brunswick í Georgía handtóku þá engan í tíu vikur. Það var ekki fyrr en myndband sem einn karlanna tók af drápinu fór í umferð á samfélagsmiðlum sem yfirvöld tóku málið alvarlega. Í kjölfarið voru feðgarnir Travis og Gregory McMichael handteknir ásamt William Bryan sem slóst með þeim í för þegar þeir eltu Arbery uppi. Það var Bryan sem tók upp myndbandið sem kom upp um þá. Þeir sæta nú ákæru fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu en einnig alríkisákæru fyrir hatursglæp. McMichael-feðgarnir hafa haldið því fram að þeir hafi talið Arbery vera karlmann sem hafi framið innbrot í hverfinu þeirra. Þeir hafi því veitt honum eftirför þegar þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið. Nágranni þeirra Bryan hefur sagt lögreglu að annar feðganna hafi beitt Arbery kynþáttaníði áður en þeir skutu hann til bana. Tengdist einum saksborninganna Gregory McMichael starfaði áður sem lögreglumaður og rannsakandi á skrifstofu umdæmissaksóknara í Brunswick. Nú er Jackie Johnson, fyrrverandi yfirmaður hans þar, ákærð fyrir hvernig hún tók á morðinu á Arbery. Hún er sökuð um að hafa brotið gegn embættiseiði sínum og hindrað rannsókn lögreglu. Hún hafi sýnt af sér hlutdrægni og umhyggju fyrir McMichael og á sama tíma ekki sýnt fjölskyldu Arbery sanngirni eða virðingu þegar hún leitaði til annars umdæmissaksóknara sem taldi hægt að réttlæta drápið. Sá saksóknari sætir nú einnig rannsókn, að sögn Washington Post. Johnson fékk George Barnhill, saksóknara í öðru umdæmi, til að koma að málinu. Sá komst að þeirri niðurstöðu eftir eins dags yfirlegu að engin ástæða væri til að handtaka þremenningana. Eftir að móðir Arbery gagnrýndi aðkomu saksóknarans að málinu ákvað Barnhill að stíga til hliðar en hélt því enn fram að karlarnir þrír hefðu átt rétt á því samkvæmt lögum að framkvæma borgaralega handtöku á Arbery og skjóta hann í sjálfsvörn. Veggmynd af Ahmaud Arbery. Mál hans vakti mikla athygli sérstaklega þegar athygli heimsbyggðarinnar beindist að kerfisbundinni kynþáttahyggju og lögregluofbeldi eftir dráp lögreglumanna í Minneapolis á George Floyd í maí í fyrra.AP/Tony Gutierrez Neitar sök Johnson er sökuð um að hafa hindrað störf lögreglunnar með því að gefa út fyrirmæli í trássi við lög um að Travis, sonur Gregory, skyldi ekki handtekinn. Travis er sá sem er talinn hafa skotið Arbery með haglabyssu. Johnson tapaði endurkjöri til embættis saksóknara síðasta haust en hefur neitað að hafa gert nokkuð saknæmt í máli Arbery. Lögreglan í Brunswick hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við drápinu. Lögreglumenn handtóku ekki feðgana þrátt fyrir að þeir kæmu að þeim blóðugum á vettvangi. Þá kannaði ekki lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang hvort Arbery væri með lífsmarki. Á upptöku búkmyndavélar lögreglumanna mátti sjá Arbery berjast við að ná að anda. Lee Merritt, lögmaður Arbery-fjölskyldunnar, telur ákvörðun ákærudómstóls um að ákæra Johnson sögulega. „Við sjáum sjaldan, og ég hef aldrei séð, að saksóknari sem hefur áhrif á rannsókn sé dreginn til ábyrgðar,“ segir Merritt. Réttarhöld yfir McMichael-feðgunum og Bryan vegna ákærunnar fyrir hatursglæp eiga að hefjast fyrir alríkisdómstóli í Georgíu í febrúar. Áður verður réttað yfir þeim fyrir ríkisdómstól þar sem þeir svara fyrir morðákæruna í október, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Morðið á Ahmaud Arbery vakti verulega athygli í fyrra. Þrír hvítir karlmenn eltu hann og stöðvuðu þar sem hann var á skokki. Viðskiptum þeirra lauk þannig að mennirnir skutu Arbery til bana. Þetta gerðist í febrúar í fyrra en yfirvöld í Brunswick í Georgía handtóku þá engan í tíu vikur. Það var ekki fyrr en myndband sem einn karlanna tók af drápinu fór í umferð á samfélagsmiðlum sem yfirvöld tóku málið alvarlega. Í kjölfarið voru feðgarnir Travis og Gregory McMichael handteknir ásamt William Bryan sem slóst með þeim í för þegar þeir eltu Arbery uppi. Það var Bryan sem tók upp myndbandið sem kom upp um þá. Þeir sæta nú ákæru fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu en einnig alríkisákæru fyrir hatursglæp. McMichael-feðgarnir hafa haldið því fram að þeir hafi talið Arbery vera karlmann sem hafi framið innbrot í hverfinu þeirra. Þeir hafi því veitt honum eftirför þegar þeir sáu hann skokka í gegnum hverfið. Nágranni þeirra Bryan hefur sagt lögreglu að annar feðganna hafi beitt Arbery kynþáttaníði áður en þeir skutu hann til bana. Tengdist einum saksborninganna Gregory McMichael starfaði áður sem lögreglumaður og rannsakandi á skrifstofu umdæmissaksóknara í Brunswick. Nú er Jackie Johnson, fyrrverandi yfirmaður hans þar, ákærð fyrir hvernig hún tók á morðinu á Arbery. Hún er sökuð um að hafa brotið gegn embættiseiði sínum og hindrað rannsókn lögreglu. Hún hafi sýnt af sér hlutdrægni og umhyggju fyrir McMichael og á sama tíma ekki sýnt fjölskyldu Arbery sanngirni eða virðingu þegar hún leitaði til annars umdæmissaksóknara sem taldi hægt að réttlæta drápið. Sá saksóknari sætir nú einnig rannsókn, að sögn Washington Post. Johnson fékk George Barnhill, saksóknara í öðru umdæmi, til að koma að málinu. Sá komst að þeirri niðurstöðu eftir eins dags yfirlegu að engin ástæða væri til að handtaka þremenningana. Eftir að móðir Arbery gagnrýndi aðkomu saksóknarans að málinu ákvað Barnhill að stíga til hliðar en hélt því enn fram að karlarnir þrír hefðu átt rétt á því samkvæmt lögum að framkvæma borgaralega handtöku á Arbery og skjóta hann í sjálfsvörn. Veggmynd af Ahmaud Arbery. Mál hans vakti mikla athygli sérstaklega þegar athygli heimsbyggðarinnar beindist að kerfisbundinni kynþáttahyggju og lögregluofbeldi eftir dráp lögreglumanna í Minneapolis á George Floyd í maí í fyrra.AP/Tony Gutierrez Neitar sök Johnson er sökuð um að hafa hindrað störf lögreglunnar með því að gefa út fyrirmæli í trássi við lög um að Travis, sonur Gregory, skyldi ekki handtekinn. Travis er sá sem er talinn hafa skotið Arbery með haglabyssu. Johnson tapaði endurkjöri til embættis saksóknara síðasta haust en hefur neitað að hafa gert nokkuð saknæmt í máli Arbery. Lögreglan í Brunswick hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við drápinu. Lögreglumenn handtóku ekki feðgana þrátt fyrir að þeir kæmu að þeim blóðugum á vettvangi. Þá kannaði ekki lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang hvort Arbery væri með lífsmarki. Á upptöku búkmyndavélar lögreglumanna mátti sjá Arbery berjast við að ná að anda. Lee Merritt, lögmaður Arbery-fjölskyldunnar, telur ákvörðun ákærudómstóls um að ákæra Johnson sögulega. „Við sjáum sjaldan, og ég hef aldrei séð, að saksóknari sem hefur áhrif á rannsókn sé dreginn til ábyrgðar,“ segir Merritt. Réttarhöld yfir McMichael-feðgunum og Bryan vegna ákærunnar fyrir hatursglæp eiga að hefjast fyrir alríkisdómstóli í Georgíu í febrúar. Áður verður réttað yfir þeim fyrir ríkisdómstól þar sem þeir svara fyrir morðákæruna í október, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Dauði George Floyd Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16