Íslandsmetið í að skíta upp á bak! Björn Steinbekk skrifar 2. september 2021 10:31 Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar