Börn sem ættu að sleppa við sóttkví þurfa samt í sóttkví vegna undirbúningsleysis Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 21:25 Hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir samskipti við smitaðan áttu að leysa ófáan undan sóttkvíarskyldu. En hraðprófin hafa ekki staðið til boða, þrátt fyrir að nýja úrræðið hafi tekið gildi fyrir viku. Vísir/Sigurjón Foreldrar eru margir í óvissu vegna nýrra leiðbeininga um sóttkví barna. Þar er gert ráð fyrir að börn sem ekki eiga í nánum samskiptum við hinn smitaða geti farið tvisvar í hraðpróf og sloppið við sóttkví. Ekkert hraðpróf hefur hins vegar enn verið tekið í þessu skyni. Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Sóttvarnalæknir gaf út endurskoðaðar leiðbeiningar um sóttkví fyrir tíu dögum, sem tóku svo gildi á þriðjudeginum fyrir viku. Það var til að milda höggið þegar smit kæmu upp í skólum víða um land og þau hafa ekki látið á sér standa. Fjöldi barna er í sóttkví en enn fleiri viðhafa smitgát, eins og þar segir. „Í smitgát geta krakkarnir farið áfram í skólann, fólk getur farið áfram í vinnu, en fer þá í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi og er síðan laust úr þessu smitgát og þá sóttkví. Þannig að þetta er ákveðin breyting en það er bara ekki komin reynsla á þetta enn þá. Kerfin eru í vinnslu,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur í fullum gangi og vonast fólk til að geta farið að hraðprófa Íslendinga vegna smitgátar í fyrsta lagi í næstu viku. Þangað til má segja að nýja smitgátin sé í raun og veru í skötulíki, af því að hraðprófin eru auðvitað forsendan fyrir því að fólk fái að sleppa við sóttkví. Á þessari stundu eru þau ekki skylda, enda eru þau ekki í boði. Þegar smit greindust í Flataskóla um helgina varð skólastjóranum ljóst að viðbrögð skólans gætu ekki orðið þau sem ferlar sóttvarnalæknis gerðu ráð fyrir, enda stæðu úrræðin einfaldlega ekki til boða. „Nei, við fengum allavega þær upplýsingar á sunnudagskvöld að þetta væri ekki orðið virkt, þannig að við gætum ekki vísað til þessara hraðprófa. Á móti kemur að eins og staðan var hjá okkur í dag var 10% nemenda hjá okkur veikindameldaður, sem ég túlka þannig að fólk hafi tekið þau tilmæli mjög alvarlega að halda krökkunum heima ef það væru einkenni og panta sýnatöku,“ segir Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri í Flataskóla. Að því leyti sé fólk að taka málin í eigin hendur. „Ég held að það sé einkennandi. Það eru allir að spila með og sýna ábyrgð,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir að úrræðið sé á þessu stigi ekki alveg komið í gagnið fagnar Ágúst því að smitgát sé valkostur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira