Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:10 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Samsett Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“ Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“
Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira