Efla þarf námstækifæri fullorðinna Hólmfríður Árnadóttir, Helga Tryggvadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 30. ágúst 2021 09:02 Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun