Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2021 22:05 Voðinn er vís fyrir (of) ungt fólk sem vill komast inn á skemmtistaði. Vísir/Egill Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni. „Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri. Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri.
Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01
Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15