Heimsþekktur sérfræðingur í heiðarleika sakaður um svik og pretti Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 07:30 Dan Ariely á Digital Life Design ráðstefnunni í München í Þýskalandi árið 2009. Getty/Sean Gallup Heimsþekktur sálfræðiprófessor sem skrifaði metsölubók um heiðarleika er sakaður um að hafa falsað niðurstöður frægrar rannsóknar. Fyrri verk hans eru nú komin undir smásjánna og efasemdir vaknað um hvort hann hafi alltaf fylgt eigin boðskap. Dan Ariely hefur verið áhrifamikill á sviði atferlisfræðinnar síðustu ár; skrifað þrjár metsölubækur, stofnað rannsóknarstofnunina Center for Advanced Hindsight og verið tíður fyrirlesari á TED-ráðstefnum. Ariely, sem er prófessor í sálfræði og atferlishagfræði við hinn bandaríska Duke-háskóla, hafnar ásökununum en segir greinilegt að átt hafi verið við gögnin. Hann hefur óskað eftir því að rannsóknin sem birtist árið 2012 verði dregin til baka en hún var talin sýna fram á að heiðarleikayfirlýsingar gætu dregið úr svindli. Seinni rannsóknir sýna aðra niðurstöðu Ariely var einn af fimm fræðimönnum sem áttu að hafa skoðað gögn frá 13.488 viðskiptavinum ónefnds tryggingafélags. Um helmingur þeirra þurfti að skrifa undir heiðarleikayfirlýsingu efst á eyðublaði þar sem þeir uppfærðu kílómetrastöðuna á bílnum sínum en hinir skrifuðu undir hana neðst. Samkvæmt niðurstöðunum gáfu þeir sem undirrituðu yfirlýsinguna fyrst að jafnaði upp 3.907 fleiri kílómetra en hinir, vitandi að það myndi skila sér í hærri tryggingaiðngjöldum. Niðurstöðurnar vöktu víða athygli innan hinna ýmsu geira og lagði félagsfræði- og atferlisteymi Obama-stjórnarinnar meðal annars til að notast yrði við slíkar yfirlýsingar á skattframtölum. Þá réð tryggingafélagið Lemonade Ariely í stöðu atferlissérfræðings. Seinni rannsóknir hafa hins vegar sýnt aðra niðurstöðu og bent til að slíkar yfirlýsingar dragi ekki úr svindli og geti jafnvel leitt til að röngum tilkynningum fjölgi. Drógu meðhöfundar Ariely sömu ályktun þegar þeir reyndu að fá sömu niðurstöðu í fyrra en nú án árangurs. Reynt að gefa villandi mynd af fjölda þátttakenda Enginn af höfundum upprunalegu fræðigreinarinnar hafnar því að brögð hafi verið í tafli en enginn vill gangast við óeðlilegum vinnubrögðum. Ariely segist þó vera sá eini í hópnum sem hafi snert skjalið með uppdiktuðu gögnunum. Grunsemdir nafnlausra fræðimanna vöknuðu fyrr á þessu ári þegar þeir rýndu í tölurnar að baki rannsókninni. Var upplýsingum í kjölfarið komið áfram til atferlisfræðinganna Leif Nelson og Joseph Simmons sem halda úti tölfræðiblogginu Data Colada. Við nánari athugun tóku þeir eftir því að fjöldi gagnapunkta hafi verið afritaður til að gefa til kynna að tvöfalt fleiri hafi tekið þátt í rannsókninni. Þá virðist sem handahófskenndum tölum á bilinu 1 til 1000 hafi verið bætt inn á milli til að hylja slóðina. Einnig eru vísbendingar um að raunveruleg gildi hafi verið afrituð og þau hækkuð um allt að 1.600 kílómetra. Eiga óvenjulegu línurnar það sameiginlegt að vera ritaðar í annarri leturgerð en restin. Tölfræðilegur ómöguleiki Nelson og Simmons, atferlisfræðingarnir sem sviptu hulunni af grunsamlegu tölunum, segja í samtali við Science að tölfræðilega ómögulegt sé að líkindin milli gagnasettanna séu eðlileg. Dreifingin sé það lítil að engar líkur séu á því að um sé að ræða raunverulegar niðurstöður. Dan Ariely segist staðráðinn í því að finna skýringar. Tel Aviv University Alumni Organization/Yael Zur/CC BY-SA 4.0 Ariely segir að umræddum gögnum hafi verið safnað af tryggingafélagi en kveðst ekki hafa aðgang að upprunalegu tölunum eða skýringar á því hvað fór úrskeiðis. „Ég vildi óska þess að ég væri með góða sögu en svo er ekki,“ er haft eftir Ariely í grein Science. Nelson kallar eftir því að Duke-háskóli hefji rannsókn á málinu en bindur litlar vonir við að svo verði raunin. Efasemdir vaknað um önnur verk hans Ariely segir að hann hafi gert mistök með því að skoða ekki betur gögnin frá tryggingafélaginu sem hann geti nú hvergi fundið. Hann hafi óskað eftir því að deild háskólans skoði málið en fengið þau svör að ekki væri hægt að nálgast tölvupósta og gögn svo langt aftur í tímann. Aðrir hafa dregið í efa að það geti þjónað hagsmunum tryggingafélagsins að eiga við gögnin og því beint sjónum sínum að Ariely. Í kjölfar umfjöllunar um rannsóknina hafi vaknað frekari efasemdir um verk sálfræðiprófessorsins. Í júlí var bent á að Ariely hafi ekki náð að skýra tölfræðivillur í fræðigrein sinni frá 2004 og gæti ekki framvísað upphaflegum gögnum. Þá vísaði hann til gagna frá öðru tryggingafélagi í viðtali árið 2010 sem félagið sagði síðar að hafi aldrei verið til. Ariely segir að sú staðreynd að hann hafi ákveðið að birta öll gögn tengd heiðarleikarannsókninni í fyrra sýni að hann hafi ekki vitað af svindlinu. „Ég er ekki hálfviti. Það er mjög auðvelt að sjá að þarna er ekki allt með felldu.“ Bandaríkin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Dan Ariely hefur verið áhrifamikill á sviði atferlisfræðinnar síðustu ár; skrifað þrjár metsölubækur, stofnað rannsóknarstofnunina Center for Advanced Hindsight og verið tíður fyrirlesari á TED-ráðstefnum. Ariely, sem er prófessor í sálfræði og atferlishagfræði við hinn bandaríska Duke-háskóla, hafnar ásökununum en segir greinilegt að átt hafi verið við gögnin. Hann hefur óskað eftir því að rannsóknin sem birtist árið 2012 verði dregin til baka en hún var talin sýna fram á að heiðarleikayfirlýsingar gætu dregið úr svindli. Seinni rannsóknir sýna aðra niðurstöðu Ariely var einn af fimm fræðimönnum sem áttu að hafa skoðað gögn frá 13.488 viðskiptavinum ónefnds tryggingafélags. Um helmingur þeirra þurfti að skrifa undir heiðarleikayfirlýsingu efst á eyðublaði þar sem þeir uppfærðu kílómetrastöðuna á bílnum sínum en hinir skrifuðu undir hana neðst. Samkvæmt niðurstöðunum gáfu þeir sem undirrituðu yfirlýsinguna fyrst að jafnaði upp 3.907 fleiri kílómetra en hinir, vitandi að það myndi skila sér í hærri tryggingaiðngjöldum. Niðurstöðurnar vöktu víða athygli innan hinna ýmsu geira og lagði félagsfræði- og atferlisteymi Obama-stjórnarinnar meðal annars til að notast yrði við slíkar yfirlýsingar á skattframtölum. Þá réð tryggingafélagið Lemonade Ariely í stöðu atferlissérfræðings. Seinni rannsóknir hafa hins vegar sýnt aðra niðurstöðu og bent til að slíkar yfirlýsingar dragi ekki úr svindli og geti jafnvel leitt til að röngum tilkynningum fjölgi. Drógu meðhöfundar Ariely sömu ályktun þegar þeir reyndu að fá sömu niðurstöðu í fyrra en nú án árangurs. Reynt að gefa villandi mynd af fjölda þátttakenda Enginn af höfundum upprunalegu fræðigreinarinnar hafnar því að brögð hafi verið í tafli en enginn vill gangast við óeðlilegum vinnubrögðum. Ariely segist þó vera sá eini í hópnum sem hafi snert skjalið með uppdiktuðu gögnunum. Grunsemdir nafnlausra fræðimanna vöknuðu fyrr á þessu ári þegar þeir rýndu í tölurnar að baki rannsókninni. Var upplýsingum í kjölfarið komið áfram til atferlisfræðinganna Leif Nelson og Joseph Simmons sem halda úti tölfræðiblogginu Data Colada. Við nánari athugun tóku þeir eftir því að fjöldi gagnapunkta hafi verið afritaður til að gefa til kynna að tvöfalt fleiri hafi tekið þátt í rannsókninni. Þá virðist sem handahófskenndum tölum á bilinu 1 til 1000 hafi verið bætt inn á milli til að hylja slóðina. Einnig eru vísbendingar um að raunveruleg gildi hafi verið afrituð og þau hækkuð um allt að 1.600 kílómetra. Eiga óvenjulegu línurnar það sameiginlegt að vera ritaðar í annarri leturgerð en restin. Tölfræðilegur ómöguleiki Nelson og Simmons, atferlisfræðingarnir sem sviptu hulunni af grunsamlegu tölunum, segja í samtali við Science að tölfræðilega ómögulegt sé að líkindin milli gagnasettanna séu eðlileg. Dreifingin sé það lítil að engar líkur séu á því að um sé að ræða raunverulegar niðurstöður. Dan Ariely segist staðráðinn í því að finna skýringar. Tel Aviv University Alumni Organization/Yael Zur/CC BY-SA 4.0 Ariely segir að umræddum gögnum hafi verið safnað af tryggingafélagi en kveðst ekki hafa aðgang að upprunalegu tölunum eða skýringar á því hvað fór úrskeiðis. „Ég vildi óska þess að ég væri með góða sögu en svo er ekki,“ er haft eftir Ariely í grein Science. Nelson kallar eftir því að Duke-háskóli hefji rannsókn á málinu en bindur litlar vonir við að svo verði raunin. Efasemdir vaknað um önnur verk hans Ariely segir að hann hafi gert mistök með því að skoða ekki betur gögnin frá tryggingafélaginu sem hann geti nú hvergi fundið. Hann hafi óskað eftir því að deild háskólans skoði málið en fengið þau svör að ekki væri hægt að nálgast tölvupósta og gögn svo langt aftur í tímann. Aðrir hafa dregið í efa að það geti þjónað hagsmunum tryggingafélagsins að eiga við gögnin og því beint sjónum sínum að Ariely. Í kjölfar umfjöllunar um rannsóknina hafi vaknað frekari efasemdir um verk sálfræðiprófessorsins. Í júlí var bent á að Ariely hafi ekki náð að skýra tölfræðivillur í fræðigrein sinni frá 2004 og gæti ekki framvísað upphaflegum gögnum. Þá vísaði hann til gagna frá öðru tryggingafélagi í viðtali árið 2010 sem félagið sagði síðar að hafi aldrei verið til. Ariely segir að sú staðreynd að hann hafi ákveðið að birta öll gögn tengd heiðarleikarannsókninni í fyrra sýni að hann hafi ekki vitað af svindlinu. „Ég er ekki hálfviti. Það er mjög auðvelt að sjá að þarna er ekki allt með felldu.“
Bandaríkin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira