Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 08:48 Frá vettvangi á Egilsstöðum í morgun. Guðmundur Hjalti Stefánsson „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ Þetta segir Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli á Egilsstöðum, í samtali við Vísi í morgun. Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þröstur segir lögreglu vera búna að girða af svæðið fyrir utan hús hans og að hann geti ekki farið út sem stendur. Lögregla hafi verið að störfum fyrir utan húsið í alla nótt, en eigi enn eftir að rannsaka vettvanginn inni í húsi Þrastar, þar sem allt er nú í glerbrotum. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Vísir „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með lögreglu að störfum og maður hefur séð hvað við erum með virkilega góða lögreglumenn að störfum hérna.“ Guðs mildi að ekki fór verr Þröstur segir það guðs mildi að ekki hafi farið verr. Hann hafi verið inni í bílskúrnum þegar hann tók fyrst að heyra hvellina fyrir utan húsið. „Ég fór svo út til að kanna málið. Þá sé ég einhvern mann vera að baksa við eitthvað á bakvið bíl. Það var eitthvað sem sagði mér að fara þá aftur inn. Ég var í raun bara heppinn að hann var einmitt að hlaða riffilinn þarna. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið í því þegar ég fór út.“ Hann segir að skömmu áður hafi sömuleiðis krakkar verið á ferli í götunni en sem betur fer verið komin inn í húsin sín. Þröstur segist í talsverðu sjokki eftir stuttan nætursvefn. „Mér líður þó í raun ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Myndband frá Egilsstöðum þar sem heyra má skothvell var birt á TikTok í gærkvöldi. Það má sjá hér að neðan. Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Þetta segir Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli á Egilsstöðum, í samtali við Vísi í morgun. Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þröstur segir lögreglu vera búna að girða af svæðið fyrir utan hús hans og að hann geti ekki farið út sem stendur. Lögregla hafi verið að störfum fyrir utan húsið í alla nótt, en eigi enn eftir að rannsaka vettvanginn inni í húsi Þrastar, þar sem allt er nú í glerbrotum. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Vísir „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með lögreglu að störfum og maður hefur séð hvað við erum með virkilega góða lögreglumenn að störfum hérna.“ Guðs mildi að ekki fór verr Þröstur segir það guðs mildi að ekki hafi farið verr. Hann hafi verið inni í bílskúrnum þegar hann tók fyrst að heyra hvellina fyrir utan húsið. „Ég fór svo út til að kanna málið. Þá sé ég einhvern mann vera að baksa við eitthvað á bakvið bíl. Það var eitthvað sem sagði mér að fara þá aftur inn. Ég var í raun bara heppinn að hann var einmitt að hlaða riffilinn þarna. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið í því þegar ég fór út.“ Hann segir að skömmu áður hafi sömuleiðis krakkar verið á ferli í götunni en sem betur fer verið komin inn í húsin sín. Þröstur segist í talsverðu sjokki eftir stuttan nætursvefn. „Mér líður þó í raun ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Myndband frá Egilsstöðum þar sem heyra má skothvell var birt á TikTok í gærkvöldi. Það má sjá hér að neðan.
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21