Kanye vill verða Ye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 11:30 Kanye hér í hlustunarpartíi fyrir óútgefna plötu sína, Donda, á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta í síðasta mánuði. Kevin Mazur/Getty Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum. Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Í umsókninni, sem hefur verið tekin til skoðunar hjá yfirvöldum í Los Angeles í Kaliforníu, vísar West til persónulegra ástæðna um hvers vegna hann vill fá nafninu breytt. Sumarið 2018 gaf rapparinn út plötu sem ber heitið Ye. Sama ár tók hann upp á því að segjast á Twitter vera „veran áður þekkt sem Kanye West.“ „Ég er YE,“ bætti hann svo við. the being formally known as Kanye West I am YE— ye (@kanyewest) September 29, 2018 Líkt og einhverjir gætu hafa tekið eftir er nafnið Ye einfaldlega stytting á nafninu Kanye. Tónlistarmaðurinn vinsæli segir þó að nafnið hafi líka trúarlegt gildi fyrir hann. „Mér skilst að „ye“ sé mest notaða orð Biblíunnar, og þar þýðir það „þú,“ sagði West árið 2018, þegar viðurnefnið var honum greinilega afar hugleikið, og vísaði þar væntanlega til enskrar þýðingar á bókinni góðu. „Þannig að ég er þú, ég er við, það er við. Ég fór úr Kanye, sem þýðir sá eini, yfir í Ye – endurspeglun af því góða í okkur, því vonda í okkur, því ringlaða, öllu.“ West hefur gengið undir fleiri viðurnefnum en Ye á síðustu árum. Meðal þeirra helstu má nefna Yeezy, Yeezus, Pablo og Mr. West. Aðdáendur Kanye, eða Ye, bíða nú með öndina í hálsinum eftir næstu plötu rapparans, sem ber heitið Donda. Útgáfa hennar er yfirvofandi, en hefur þó verið frestað nokkrum sinnum. Ekki liggur fyrir hvenær platan kemur út, en rapparinn hefur haldið þó nokkra viðburði þar sem hann hefur leikið valin brot af plötunni fyrir fullum tónleikahöllum.
Tónlist Bandaríkin Mannanöfn Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira