Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Kelly neitar sök og lögmenn hans segja konurnar bitrar grúppíur. Getty/Scott Olson Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Konan sem bar vitni í gær, kölluð Jane Doe 5, sagðist hafa kynnst Kelly þegar hann bauð henni upp á hótelherbergi að loknum tónleikum í Orlando í Flórída árið 2014. Konan var þá 17 ára gömul en sagðist vera 18 ára. Konan sagðist hafa vonast til þess að fá að þreyta áheyrnapróf fyrir söngvarann, sem vildi hins vegar ekki leyfa henni að sýna hvað í sér bjó fyrr en hún leyfði honum að framkvæmda ákveðna kynlífsathöfn. Kelly sagðist myndu „sjá um hana fyrir lífstíð“ og konan gaf eftir. Eftir að samband þeirra hófst krafðist söngvarinn fullkominnar hlýðni. Ef konan gerði ekki eins og hann bauð var henni refsað, meðal annars með flengingum sem voru svo harkalegar að húð konunnar rofnaði. Upptökur voru gerðar af öllum kynlífsathöfnum. Konan sagðist hafa greint Kelly frá því á einhverjum tímapunkti að hún væri undir lögaldri en að sambandið hafi engu að síður haldið áfram. Kelly, sem hefur verið með herpes í meira en áratug að sögn læknis, smitaði konuna og neyddi hana til að gangast undir þungunarrof til að viðhalda líkamsvexti sínum. Verjendur Kelly munu yfirheyra konuna í dómsal í dag. Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Konan sem bar vitni í gær, kölluð Jane Doe 5, sagðist hafa kynnst Kelly þegar hann bauð henni upp á hótelherbergi að loknum tónleikum í Orlando í Flórída árið 2014. Konan var þá 17 ára gömul en sagðist vera 18 ára. Konan sagðist hafa vonast til þess að fá að þreyta áheyrnapróf fyrir söngvarann, sem vildi hins vegar ekki leyfa henni að sýna hvað í sér bjó fyrr en hún leyfði honum að framkvæmda ákveðna kynlífsathöfn. Kelly sagðist myndu „sjá um hana fyrir lífstíð“ og konan gaf eftir. Eftir að samband þeirra hófst krafðist söngvarinn fullkominnar hlýðni. Ef konan gerði ekki eins og hann bauð var henni refsað, meðal annars með flengingum sem voru svo harkalegar að húð konunnar rofnaði. Upptökur voru gerðar af öllum kynlífsathöfnum. Konan sagðist hafa greint Kelly frá því á einhverjum tímapunkti að hún væri undir lögaldri en að sambandið hafi engu að síður haldið áfram. Kelly, sem hefur verið með herpes í meira en áratug að sögn læknis, smitaði konuna og neyddi hana til að gangast undir þungunarrof til að viðhalda líkamsvexti sínum. Verjendur Kelly munu yfirheyra konuna í dómsal í dag.
Mál R. Kelly Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07