Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 15:30 Ísland í dag fór í flugferð með ljósmyndaranum Ragnari Axelssyni á dögunum og fylgdist með honum að störfum. Ísland í dag „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. „Á bakvið hverja mynd er saga eða sögur,“ segir RAX, en hann er enn alltaf í leit að sinni bestu mynd og segir að hann hafi ekki enn tekið hana. „Þetta er leit alla ævi.“ Ljósmyndir RAX hafa vakið verðskuldaða athygli um allan heim og hefur hann gefið út bækur sínar víða. Hann telur það vera sína skyldu sem ljósmyndara að fanga það sem er að gerast, það sé hluti af mannkynssögunni. Hann bauð Íslandi í dag um borð í flugvélina sína í útsýnisflug og fékk Garpur I. Elísabetarson að sjá hversu mikil vinna liggur að baki hverri mynd. RAX er ljósmyndari Vísis og hefur einnig unnið að Vísis örþáttunum RAX Augnablik sem urðu svo að Stöð 2 þáttunum Augnablik í lífi sem nú eru í sýningu. „Það stingur svolítið,“ viðurkennir RAX í viðtalinu um áhyggjurnar sem hann hefur valdið fjölskyldunni í gegnum árin, enda er lífsstíllinn vissulega oft óhefðbundinn og oft þarf hann að henda öllu frá sér fyrir verkefni en hann er líka eiginmaður, faðir og afi. Flýgur flugvélum frekar en drónum Umræðan barst að drónamyndatökum, sem RAX notar ekki þar sem hann flýgur oftast flugvél á þá staði sem hann ætlar að mynda. „Þegar maður var að fljúga þá var ákveðin sérstaða í því. Nú eru komnir drónar og það er kannski auðveldara í sumum tilvikum að taka á dróna. Drónarnir hafa sýnt Ísland allt öðruvísi en aðrir gátu gert. Þú getur ekki gert það enn á flugvél það sem dróni getur gert. Það er náttúrulega frábært og búið að selja þetta land úti um allan heim sem paradís fyrir ljósmyndara og kvikmyndatökumenn og aðra,“ segir RAX. „Ég hef aldrei átt dróna nema í fimm mínútur, þá flaug ég á tré, segir ljósmyndarinn og ætlar hann að halda sig áfram við að fljúga flugvélum. Ragnar Axelsson ljósmyndari tók Ísland í dag með í flugferð.Stöð2/Garpur I. Elísabetarsson Erfitt að þurfa leyfi til að mynda fréttaaugnablik Þegar rætt er um eldgosamyndatökur, segir RAX að hér á landi þurfi margt að breytast. Hann upplifði það sterkt þegar eldgosið hófst í Geldingardölum. „Það sem mér fannst verst við það, eftir að vera búinn að fara í öll gos á Íslandi og eins með Haraldi vini mínum og eldfjallafræðing í Krakatá, að geta ekki einbeitt sér að því að taka mynd af þessu.“ RAX segir að það sé erfitt að standa í því á þessum augnablikum í Íslandssögunni að vera að semja við aðila um að fá að mynda gosið. „Það fór í taugarnar á mér. Þetta á bara að vera partur af Almannavörnum, að ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og fréttamenn komi og sýni fólki á Íslandi hvað er að gerast, ekki einhvern á blaðamannafundi að tala. Það bara snýst ekki um það.“ Eins og að tala við hauslausar hænur Ljósmyndarinn hefur unnið við fréttaljósmyndun í áratugi og segir að það skorti skilning á mikilvægi þess að skrásetja atburði sem þessa alveg frá fyrstu mínútu. „Það er algjört skilningsleysi á mikilvægi fjölmiðla sem dæmi og líka ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna.“ RAX bendir á að þetta sé hluti af mannkynssögunni. „Þetta er alls staðar gert í heiminum þegar svona gerist,“ og bætir við: „Ég skil ekki af hverju þetta getur ekki breyst, við erum búin að reyna í fjörutíu og eitthvað ár. Þetta er stundum eins og að tala við hauslausar hænur.“ Ljósmyndun Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar RAX Ísland í dag Tengdar fréttir Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. 22. ágúst 2021 07:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Glóandi jörð og nýir gígar í gegnum linsu RAX Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda. 14. apríl 2021 19:02 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
„Á bakvið hverja mynd er saga eða sögur,“ segir RAX, en hann er enn alltaf í leit að sinni bestu mynd og segir að hann hafi ekki enn tekið hana. „Þetta er leit alla ævi.“ Ljósmyndir RAX hafa vakið verðskuldaða athygli um allan heim og hefur hann gefið út bækur sínar víða. Hann telur það vera sína skyldu sem ljósmyndara að fanga það sem er að gerast, það sé hluti af mannkynssögunni. Hann bauð Íslandi í dag um borð í flugvélina sína í útsýnisflug og fékk Garpur I. Elísabetarson að sjá hversu mikil vinna liggur að baki hverri mynd. RAX er ljósmyndari Vísis og hefur einnig unnið að Vísis örþáttunum RAX Augnablik sem urðu svo að Stöð 2 þáttunum Augnablik í lífi sem nú eru í sýningu. „Það stingur svolítið,“ viðurkennir RAX í viðtalinu um áhyggjurnar sem hann hefur valdið fjölskyldunni í gegnum árin, enda er lífsstíllinn vissulega oft óhefðbundinn og oft þarf hann að henda öllu frá sér fyrir verkefni en hann er líka eiginmaður, faðir og afi. Flýgur flugvélum frekar en drónum Umræðan barst að drónamyndatökum, sem RAX notar ekki þar sem hann flýgur oftast flugvél á þá staði sem hann ætlar að mynda. „Þegar maður var að fljúga þá var ákveðin sérstaða í því. Nú eru komnir drónar og það er kannski auðveldara í sumum tilvikum að taka á dróna. Drónarnir hafa sýnt Ísland allt öðruvísi en aðrir gátu gert. Þú getur ekki gert það enn á flugvél það sem dróni getur gert. Það er náttúrulega frábært og búið að selja þetta land úti um allan heim sem paradís fyrir ljósmyndara og kvikmyndatökumenn og aðra,“ segir RAX. „Ég hef aldrei átt dróna nema í fimm mínútur, þá flaug ég á tré, segir ljósmyndarinn og ætlar hann að halda sig áfram við að fljúga flugvélum. Ragnar Axelsson ljósmyndari tók Ísland í dag með í flugferð.Stöð2/Garpur I. Elísabetarsson Erfitt að þurfa leyfi til að mynda fréttaaugnablik Þegar rætt er um eldgosamyndatökur, segir RAX að hér á landi þurfi margt að breytast. Hann upplifði það sterkt þegar eldgosið hófst í Geldingardölum. „Það sem mér fannst verst við það, eftir að vera búinn að fara í öll gos á Íslandi og eins með Haraldi vini mínum og eldfjallafræðing í Krakatá, að geta ekki einbeitt sér að því að taka mynd af þessu.“ RAX segir að það sé erfitt að standa í því á þessum augnablikum í Íslandssögunni að vera að semja við aðila um að fá að mynda gosið. „Það fór í taugarnar á mér. Þetta á bara að vera partur af Almannavörnum, að ljósmyndarar, kvikmyndatökumenn og fréttamenn komi og sýni fólki á Íslandi hvað er að gerast, ekki einhvern á blaðamannafundi að tala. Það bara snýst ekki um það.“ Eins og að tala við hauslausar hænur Ljósmyndarinn hefur unnið við fréttaljósmyndun í áratugi og segir að það skorti skilning á mikilvægi þess að skrásetja atburði sem þessa alveg frá fyrstu mínútu. „Það er algjört skilningsleysi á mikilvægi fjölmiðla sem dæmi og líka ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna.“ RAX bendir á að þetta sé hluti af mannkynssögunni. „Þetta er alls staðar gert í heiminum þegar svona gerist,“ og bætir við: „Ég skil ekki af hverju þetta getur ekki breyst, við erum búin að reyna í fjörutíu og eitthvað ár. Þetta er stundum eins og að tala við hauslausar hænur.“
Ljósmyndun Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar RAX Ísland í dag Tengdar fréttir Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. 22. ágúst 2021 07:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Glóandi jörð og nýir gígar í gegnum linsu RAX Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda. 14. apríl 2021 19:02 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. 22. ágúst 2021 07:01
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57
Glóandi jörð og nýir gígar í gegnum linsu RAX Það var fjölmenni við gosstöðvarnar á Reykjanesi seint í gær, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis var þar að mynda. 14. apríl 2021 19:02