Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 07:20 Myndir af kettlingum í búrum, sem teknar voru skömmu áður en kettirnir voru aflífaðir, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna. Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna.
Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira