Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 07:20 Myndir af kettlingum í búrum, sem teknar voru skömmu áður en kettirnir voru aflífaðir, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna. Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna.
Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira