Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis Fanney Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar