Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 19. ágúst 2021 20:17 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar. Stöð 2 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?