Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 19. ágúst 2021 20:17 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar. Stöð 2 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira