Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 19:01 Nikolaj Hansen Vísir/Sigurjón Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er. Hansen fór meiddur af velli eftir hörkutæklingu Ásgeirs Eyþórssonar í 3-0 sigri Víkings á Fylki í Árbæ á mánudag. Hann segir meiðslin vera á réttri leið og að hann muni gera allt til að ná leiknum við Val á sunnudag. „Þau hafa skánað í dag en þetta er bara kapphlaup við tímann. Vonandi get ég spilað á sunnudaginn en það veltur á hvernig þessu vindur fram með ökklann.“ „Auðvitað mun ég gera allt sem ég get til að spila. Þetta er mitt gamla lið, ég vil spila gegn þeim og vinna þá. Þetta er líklega mikilvægasti leikur tímabilsins. Ef við vinnum þennan leik erum við hluti af titilbaráttunni en ef við töpum honum eru vonin líklega úti.“ Þakkar trausti Arnars og gæðum samherjanna mörkin Tímabilið hefur gengið vel hjá bæði Hansen og Víkingum. Sá danski hefur skorað 13 mörk í sumar, þremur meira en Sævar Atli Magnússon sem er næst markahæstur en Sævar er farinn úr deildinni til að spila með Lyngby í Danmörku. Þar á eftir eru Steven Lennon og Joey Gibbs með níu mörk. Þetta gerir Hansen eftir að hafa skorað aðeins eitt mark alla leiktíðina í fyrra. En hvað gerðist í millitíðinni? „Það er margt sem spilar þar inn í. Ég man að Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] sendi mér skilaboð strax í janúar þar sem hann vildi að ég yrði einn af lykilmönnum liðsins. Ég held að hlutirnir hafi breyst dálítið því ég átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég skoraði mitt fyrsta mark datt ég út úr liðinu fyrir næsta leik og svo framvegis,“ „Ég held að liðið hafi einnig hjálpað mér mikið, hvernig við spilum - ég er ekki leikmaður sem getur leikið á þrjá leikmenn og smellt boltanum í skeytin - ég þarf hjálp þeirra til að setja hlutina upp fyrir mig og liðsfélagar mínir hafa gert það mjög vel í ár.“ segir Hansen. Hann sagði í viðtali við Vísi í júní að það hefði einnig hjálpað að hann fór meiðslalaus í gegnum undirbúningstímabilið og hafi misst fjögur kíló á milli leiktíða. Sagði við Mikkelsen að hann myndi skora sjö til tíu mörk Hansen hefur farið fram úr því markmiði sem hann setti sér ásamt landa sínum Thomasi Mikkelsen fyrir mót.Vísir/Hulda Margrét Hansen segir að fyrir tímabilið hafi hann átt fund með landa sínum Thomasi Mikkelsen sem raðaði inn mörkum fyrir Breiðablik í þrjú ár áður en hann hélt heim til Danmerkur á dögunum. Þar setti hann markmiðið á að skora á bilinu sjö til tíu mörk í sumar en hefur þegar farið fram úr því markmiði. Aðspurður um hvort gott gengi hans fyrir framan markið í sumar hafi komið honum á óvart segir hann: „Já, það gerði það. Ég átti fund með Mikkelsen [fyrrum framherja Breiðabliks] fyrir tímabilið þar sem við fengum okkur hádegismat saman og við ræddum hversu mörg mörk við vildum skora. Ég sagði honum að ég vildi skora sjö til tíu mörk sem yrði virkilega gott tímabil fyrir mig. Eftir að ég komst í tíu mörk stefndi ég á tólf og ég hef alltaf ýtt því markmiði aðeins lengra. Næsta markmið er að skora 15 mörk og vonandi dugar það.“ Arnar besti þjálfarinn á Íslandi Hansen segir Arnar vera besta þjálfara landsins.Vísir/Hulda Margrét Hansen þakkar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir það traust sem hann hefur sýnt Dananum í sumar og það kristallist í áðurnefndu símtali í janúar. Hann segir Arnar hafa sannað sig sem besta þjálfara deildarinnar. „Það er virkilega gott að spila fyrir hann. Hann sýnir mér mikið traust og skilaboðin sem hann sendi í janúar sýnir hversu mikla trú hann hefur á mér. Leikstíllinn sýnir hversu góður hann er og hann er líkast til besti þjálfarinn á Íslandi,“ „Við spilum góðan fótbolta, erum traustir varnarlega og hann vill ekki að við séum svo varnarsinnaðir þannig að hann þurfti aðeins að vinna í sjálfum sér með það. En ég held að spilamennska okkar sé skemmtileg áhorfs.“ segir Hansen. Mikilvægasti leikur sumarsins á sunnudag Víkingur er sem stendur með 33 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur á eftir Val, og stigi á undan Breiðabliki sem á leik inni. Víkingur getur því jafnað Val að stigum með sigri á sunnudag og segir Hansen að Víkingar geti vel orðið meistarar í haust ef þeir ná góðum úrslitum um helgina. „Já, auðvitað getum við það. Við tökum bara einn leik í einu sem stendur og mikilvægasti leikurinn er á sunnudaginn. Ef við vinnum þá eru bara fjórir leikir eftir, ef við vinnum þá fjóra leiki held ég að við verðum meistarar, en við tökum einn leik í einu.“ segir Hansen. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Nikolaj Hansen Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Hansen fór meiddur af velli eftir hörkutæklingu Ásgeirs Eyþórssonar í 3-0 sigri Víkings á Fylki í Árbæ á mánudag. Hann segir meiðslin vera á réttri leið og að hann muni gera allt til að ná leiknum við Val á sunnudag. „Þau hafa skánað í dag en þetta er bara kapphlaup við tímann. Vonandi get ég spilað á sunnudaginn en það veltur á hvernig þessu vindur fram með ökklann.“ „Auðvitað mun ég gera allt sem ég get til að spila. Þetta er mitt gamla lið, ég vil spila gegn þeim og vinna þá. Þetta er líklega mikilvægasti leikur tímabilsins. Ef við vinnum þennan leik erum við hluti af titilbaráttunni en ef við töpum honum eru vonin líklega úti.“ Þakkar trausti Arnars og gæðum samherjanna mörkin Tímabilið hefur gengið vel hjá bæði Hansen og Víkingum. Sá danski hefur skorað 13 mörk í sumar, þremur meira en Sævar Atli Magnússon sem er næst markahæstur en Sævar er farinn úr deildinni til að spila með Lyngby í Danmörku. Þar á eftir eru Steven Lennon og Joey Gibbs með níu mörk. Þetta gerir Hansen eftir að hafa skorað aðeins eitt mark alla leiktíðina í fyrra. En hvað gerðist í millitíðinni? „Það er margt sem spilar þar inn í. Ég man að Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] sendi mér skilaboð strax í janúar þar sem hann vildi að ég yrði einn af lykilmönnum liðsins. Ég held að hlutirnir hafi breyst dálítið því ég átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Ég spilaði ekki mikið og þegar ég skoraði mitt fyrsta mark datt ég út úr liðinu fyrir næsta leik og svo framvegis,“ „Ég held að liðið hafi einnig hjálpað mér mikið, hvernig við spilum - ég er ekki leikmaður sem getur leikið á þrjá leikmenn og smellt boltanum í skeytin - ég þarf hjálp þeirra til að setja hlutina upp fyrir mig og liðsfélagar mínir hafa gert það mjög vel í ár.“ segir Hansen. Hann sagði í viðtali við Vísi í júní að það hefði einnig hjálpað að hann fór meiðslalaus í gegnum undirbúningstímabilið og hafi misst fjögur kíló á milli leiktíða. Sagði við Mikkelsen að hann myndi skora sjö til tíu mörk Hansen hefur farið fram úr því markmiði sem hann setti sér ásamt landa sínum Thomasi Mikkelsen fyrir mót.Vísir/Hulda Margrét Hansen segir að fyrir tímabilið hafi hann átt fund með landa sínum Thomasi Mikkelsen sem raðaði inn mörkum fyrir Breiðablik í þrjú ár áður en hann hélt heim til Danmerkur á dögunum. Þar setti hann markmiðið á að skora á bilinu sjö til tíu mörk í sumar en hefur þegar farið fram úr því markmiði. Aðspurður um hvort gott gengi hans fyrir framan markið í sumar hafi komið honum á óvart segir hann: „Já, það gerði það. Ég átti fund með Mikkelsen [fyrrum framherja Breiðabliks] fyrir tímabilið þar sem við fengum okkur hádegismat saman og við ræddum hversu mörg mörk við vildum skora. Ég sagði honum að ég vildi skora sjö til tíu mörk sem yrði virkilega gott tímabil fyrir mig. Eftir að ég komst í tíu mörk stefndi ég á tólf og ég hef alltaf ýtt því markmiði aðeins lengra. Næsta markmið er að skora 15 mörk og vonandi dugar það.“ Arnar besti þjálfarinn á Íslandi Hansen segir Arnar vera besta þjálfara landsins.Vísir/Hulda Margrét Hansen þakkar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir það traust sem hann hefur sýnt Dananum í sumar og það kristallist í áðurnefndu símtali í janúar. Hann segir Arnar hafa sannað sig sem besta þjálfara deildarinnar. „Það er virkilega gott að spila fyrir hann. Hann sýnir mér mikið traust og skilaboðin sem hann sendi í janúar sýnir hversu mikla trú hann hefur á mér. Leikstíllinn sýnir hversu góður hann er og hann er líkast til besti þjálfarinn á Íslandi,“ „Við spilum góðan fótbolta, erum traustir varnarlega og hann vill ekki að við séum svo varnarsinnaðir þannig að hann þurfti aðeins að vinna í sjálfum sér með það. En ég held að spilamennska okkar sé skemmtileg áhorfs.“ segir Hansen. Mikilvægasti leikur sumarsins á sunnudag Víkingur er sem stendur með 33 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur á eftir Val, og stigi á undan Breiðabliki sem á leik inni. Víkingur getur því jafnað Val að stigum með sigri á sunnudag og segir Hansen að Víkingar geti vel orðið meistarar í haust ef þeir ná góðum úrslitum um helgina. „Já, auðvitað getum við það. Við tökum bara einn leik í einu sem stendur og mikilvægasti leikurinn er á sunnudaginn. Ef við vinnum þá eru bara fjórir leikir eftir, ef við vinnum þá fjóra leiki held ég að við verðum meistarar, en við tökum einn leik í einu.“ segir Hansen. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Nikolaj Hansen
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira