Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 23:31 Flugvél sambærileg þeirri sem flaug með 640 Afgani frá Afganistan á einu bretti. (U.S. Air Force photo/Tech. Sgt. Shane A. Cuomo) Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. Varnarmálavefurinn Defense One hefur birt mynd, sem sjá má hér að neðan, sem sýnir hversu þéttpökkuð flugvélin, sem alla jafna er nokkuð rúmgóð, var. Í fyrstu var talið að um átta hundruð manns hefðu troðið sér um borð en heimildarmenn Defense One innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja að 640 Afganir hafi verið taldir út úr vélinni á áfangastað. JUST IN: "The Crew made the decision to go" — Inside RCH 871, which saved 640 from the Taliban ... from @TaraCopp and me https://t.co/r4YvGqJZ4b pic.twitter.com/CI1mAmqjHT— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) August 16, 2021 Mikil örvænting hefur gripið um sig í Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin þar í gær, þegar höfuðborgin Kabúl féll. Margir óttast um örlög sín og hefur flugvöllurinn í Kabúl verið þéttsetinn þar sem fjölmargir hafa reynst að komast um borð í þær flugvélar sem koma nú starfsliði alþjóðastofnana og sendiráða, auk annarra, á brott. Sýna myndir á samfélagsmiðlum meðal annars örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast um borð í slíkar vélar. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Svo virðist sem að það sé það sem gerst hafi þegar C-17 flugvélin varð yfirfull af Afgönum samkvæmt vef Defense One. Hefur vefurinn eftir heimildarmönnum sínum að tekin hafi verið ákvörðun um að taka á loft í stað þess að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni. C-17 vélar eru gríðarstórar. Lengd þeirra er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm vegur vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn. Þess má geta að vél af þessari tegund flaug með hvalinn Keikó til Vestmannaeyja árið 1998. Fréttir af flugi Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41 Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Varnarmálavefurinn Defense One hefur birt mynd, sem sjá má hér að neðan, sem sýnir hversu þéttpökkuð flugvélin, sem alla jafna er nokkuð rúmgóð, var. Í fyrstu var talið að um átta hundruð manns hefðu troðið sér um borð en heimildarmenn Defense One innan stjórnkerfis Bandaríkjanna segja að 640 Afganir hafi verið taldir út úr vélinni á áfangastað. JUST IN: "The Crew made the decision to go" — Inside RCH 871, which saved 640 from the Taliban ... from @TaraCopp and me https://t.co/r4YvGqJZ4b pic.twitter.com/CI1mAmqjHT— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) August 16, 2021 Mikil örvænting hefur gripið um sig í Afganistan eftir að Talibanar tóku völdin þar í gær, þegar höfuðborgin Kabúl féll. Margir óttast um örlög sín og hefur flugvöllurinn í Kabúl verið þéttsetinn þar sem fjölmargir hafa reynst að komast um borð í þær flugvélar sem koma nú starfsliði alþjóðastofnana og sendiráða, auk annarra, á brott. Sýna myndir á samfélagsmiðlum meðal annars örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast um borð í slíkar vélar. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Svo virðist sem að það sé það sem gerst hafi þegar C-17 flugvélin varð yfirfull af Afgönum samkvæmt vef Defense One. Hefur vefurinn eftir heimildarmönnum sínum að tekin hafi verið ákvörðun um að taka á loft í stað þess að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni. C-17 vélar eru gríðarstórar. Lengd þeirra er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm vegur vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn. Þess má geta að vél af þessari tegund flaug með hvalinn Keikó til Vestmannaeyja árið 1998.
Fréttir af flugi Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41 Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33 Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35 Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. 16. ágúst 2021 21:41
Talibanar hljómi eins og ótrúverðugur ofbeldismaki sem lofi bót og betrun Íslenskur sérfræðingur sem starfað hefur í Afganistan hefur ekki mikla trú á því að tangarhald Talibana á Afganistan verði mildara en fyrir um tveimur áratugum, líkt og talsmenn Talibana hafa ýjað að. 16. ágúst 2021 20:33
Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan. 16. ágúst 2021 18:35
Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. 16. ágúst 2021 17:01