„Þetta er ellefu manna hópur sem er vanari því að hlaupa 50 kílómetra yfir hálendið en ganga en mér tókst að sannfæra Ultra-hlauparanna að ganga og njóta inn að Grænahrygg,“ segur Garpur í samtali við Vísi um ferðina. Myndband hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
„Eftir að hafa legið yfir veðurspánni lögðum við eldsnemma af stað laugardagsmorgun og keyrðum saman inn í Landmannalaugar. Við gengum inn að Hattver og svo niður Uppgönguhrygg, sem að mínu mati er einn allra fallegasti staður landsins. Þegar við höfðum labbað, skokkað og hlaupið hrygginn niður biðu jökulárnar eftir okkur þar sem við þurftum að vaða ansi hressilega til að komast að Grænahrygg.“



Garpur segir að gangan að Grænahrygg og til baka hafi verið um tuttugu kílómetra löng.
„Við vorum við um átta til níu klukkustundir að klára gönguna með útsýnis- og drónastoppum.“

Hægt er að sjá fleiri myndir frá Garpi á Instagram-síðu hans.