Hefðu átt að fjölga gjörgæslurýmum í fyrstu bylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2021 10:14 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir. Heibrigðisyfirvöld hefðu átt að nýta meðbyr í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins til þess að fjölga gjörgæslurýmum sem eru of fá á Landspítalanum, að mati Tómasar Guðbjartssonar, hjartaskurðlæknis. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum í kórónuveirufaraldrinum. Eftir að ný bylgja hans hófst í sumar hafa borist fréttir af því að starfsfólks spítalans hafi verið beðið um að stytta sumarleyfi sitt til að létta á álaginu þar. Tómas sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann og fleiri læknar eigi erfitt með að koma sínum sjúklingum inn á gjörgæsludeildina vegna skorts á rýmum þar og álags vegna sjúklinga með Covid-19. „Á meðan við erum svona búin þá finnst mér það vera ábyrgðarleysi að til dæmis galopna landamærin eða hafa engar takmarkanir í þjóðfélaginu því að það mun setja okkur algerlega á hliðina,“ sagði Tómas. Hætti roluhætti Lengi hafi verið vitað að gjörgæslurými hafi verið of fá hér á landi, áður en kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í fyrra. Þess vegna sagði Tómas að heilbrigðisyfirvöld hefðu tekið faraldurinn svo föstum tökum. Nú sé ástandið þó orðið algerlega ólíðandi. Ekki sé hægt að stækka gjörgæsluna á einni nóttu því hún krefst sérhæfs starfsfólks. Engu að síður verði að fjölga þar rýmum. Ekkert hafi hins vegar gerst í þá átt í þeim hléum sem hafa orðið á milli bylgna í faraldrinum. „Við áttum að nýta þennan meðbyr sem við vorum með í fyrstu bylgju. Þá var fullt af fólki sem hafði áhuga á að koma og starfa á spítalanum sem hafði verið í vinnu annars staðar, menntað fólk eins og hjúkrunarfræðingar sem unnu sem flugliðar. Þá áttum við að nýta það, ráða þetta fólk inn, þjálfa það upp og bæta í þessa meðferð,“ sagði Tómas. Pláss sé fyrir allt að tuttugu sjúklinga á gjörgæslu á spítalanum. Skortur á rýmum sé hluti af skýringunni á að þörf sé á sóttvarnaaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að spítalinn sligist undan álagi í þessari bylgju faraldursins. „Við verðum bara að hætta þessum roluhætti. Við verðum að fara núna í alvöru aðgerðri til að gera þetta. Það verður bara að koma skýrt frá stjórnvöldum að það verði lagt inn meira fé í þennan málaflokk,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bítið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira