Eyddi brúðkaupsdeginum í einangrun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:55 Vinir Árna og Írisar komu parinu á óvart með tónleikum á „brúðkaupsdaginn“ Aðsend Þau Íris Rós Ragnhildardóttir og Árni Beinteinn Árnason gátu ekki haldið draumabrúðkaupið sitt, eins og til stóð að gera í gær. Íris greindist með kórónuveiruna nokkrum dögum fyrir stóra daginn og er því reglum samkvæmt í einangrun. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði á lokametrunum. Eiginlega eina manneskjan sem mátti ekki greinast með veiruna var brúðurin sjálf. Við vorum búin að vera lengi að undirbúa hátíðarhöldin og skipuleggja. Það var fjöldi erlendra gesta kominn til landsins til þess að fagna með okkur en svo var öllu blásið af með þriggja vikna fyrirvara,“ segir Árni í samtali við fréttastofu í dag. Íris reynir að líta á björtu hliðarnar. Hún er einkennalaus og heilsast vel. „Það skiptir mestu máli. Ég reyni að vera jákvæð og vona að við getum haldið þetta brúðkaup einhvern tímann, þó það verði eftir tíu ár. Bara að við fáum að halda það einhvern tímann,“ segir Íris af svölunum í íbúð sinni, þar sem hún tekur út sína einangrun. Þetta er í annað sinn sem heimsfaraldurinn veldur því í einhverri mynd að brúðkaupsplön parsins fara út um þúfur. Í fyrra skiptið höfðu þau skipulagt athöfn og veislu en urðu að falla frá áformum sínum þar sem samkomutakmarkanir voru svo strangar að gleðskapurinn hefði orðið heldur fámennur. Bjuggust við sorgardegi Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af fyrirhuguðu brúðkaupi tókst parinu engu að síður að gera sér glaðan dag, miðað við aðstæður. „Við héldum að þetta yrði mikill sorgardagur en við fengum mjög óvænta og gleðilega uppákomu. Vinir okkar, sem eru flestir að leika með mér í leiksýningunni Benedikt búálfi fjölmenntu í garðinn, tóku hljóðkerfi með sér og settu upp litla tónleika og komu mér og Írisi rækilega á óvart og gerðu þetta mjög gleðilegt og skemmtilegt,“ segir Árni. Á svölum íbúðarinnar þar sem Íris dvelst er búið að koma fyrir afar skilvirku heimsendingarkerfi, sem Íris hefur getað nýtt sér til að nálgast það sem hugurinn girnist hverju sinni, með góðri hjálp. kerfið er þó ekki ýkja flókið, og samanstendur af reipi annars vegar og körfu hins vegar, þar sem Árni og aðrir vandamenn Írisar geta sett það sem hana vantar, og hún hífir svo upp til sín á aðra hæð. Sárt að geta ekki faðmast Íris segir einangrunina taka á og að einna erfiðast sé að vera í burtu frá eins árs syni hennar og Árna. Hún hefði þá ekkert á móti smá félagsskap meðan á henni stendur. „Ljótt að segja það, en ég vildi óska þess að Árni væri með mér í einangrun, það hefði verið miklu betra,“ segir Íris og hlær. Árni tekur undir þetta. „Það er mjög sárt að geta ekki faðmað hana þegar við þurfum eiginlega mest á faðmlagi að halda,“ segir hann. Parið hefur ákveðið að fresta brúðkaupinu um dágóðan tíma. „Við héldum að þetta væri ekki séns. Þegar við skipulögðum þetta langt fram í tímann þá héldum við að takmörkunum og öðru yrði lokið á þessum tímapunkti. Núna tökum við ekki sénsinn á því að hugsa minna en ár fram í tímann og hugsum kannski um sumarið 2022. Það yrði þá í þriðja skipti, en allt er þegar þrennt er,“ segir Árni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Þetta voru gríðarleg vonbrigði á lokametrunum. Eiginlega eina manneskjan sem mátti ekki greinast með veiruna var brúðurin sjálf. Við vorum búin að vera lengi að undirbúa hátíðarhöldin og skipuleggja. Það var fjöldi erlendra gesta kominn til landsins til þess að fagna með okkur en svo var öllu blásið af með þriggja vikna fyrirvara,“ segir Árni í samtali við fréttastofu í dag. Íris reynir að líta á björtu hliðarnar. Hún er einkennalaus og heilsast vel. „Það skiptir mestu máli. Ég reyni að vera jákvæð og vona að við getum haldið þetta brúðkaup einhvern tímann, þó það verði eftir tíu ár. Bara að við fáum að halda það einhvern tímann,“ segir Íris af svölunum í íbúð sinni, þar sem hún tekur út sína einangrun. Þetta er í annað sinn sem heimsfaraldurinn veldur því í einhverri mynd að brúðkaupsplön parsins fara út um þúfur. Í fyrra skiptið höfðu þau skipulagt athöfn og veislu en urðu að falla frá áformum sínum þar sem samkomutakmarkanir voru svo strangar að gleðskapurinn hefði orðið heldur fámennur. Bjuggust við sorgardegi Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af fyrirhuguðu brúðkaupi tókst parinu engu að síður að gera sér glaðan dag, miðað við aðstæður. „Við héldum að þetta yrði mikill sorgardagur en við fengum mjög óvænta og gleðilega uppákomu. Vinir okkar, sem eru flestir að leika með mér í leiksýningunni Benedikt búálfi fjölmenntu í garðinn, tóku hljóðkerfi með sér og settu upp litla tónleika og komu mér og Írisi rækilega á óvart og gerðu þetta mjög gleðilegt og skemmtilegt,“ segir Árni. Á svölum íbúðarinnar þar sem Íris dvelst er búið að koma fyrir afar skilvirku heimsendingarkerfi, sem Íris hefur getað nýtt sér til að nálgast það sem hugurinn girnist hverju sinni, með góðri hjálp. kerfið er þó ekki ýkja flókið, og samanstendur af reipi annars vegar og körfu hins vegar, þar sem Árni og aðrir vandamenn Írisar geta sett það sem hana vantar, og hún hífir svo upp til sín á aðra hæð. Sárt að geta ekki faðmast Íris segir einangrunina taka á og að einna erfiðast sé að vera í burtu frá eins árs syni hennar og Árna. Hún hefði þá ekkert á móti smá félagsskap meðan á henni stendur. „Ljótt að segja það, en ég vildi óska þess að Árni væri með mér í einangrun, það hefði verið miklu betra,“ segir Íris og hlær. Árni tekur undir þetta. „Það er mjög sárt að geta ekki faðmað hana þegar við þurfum eiginlega mest á faðmlagi að halda,“ segir hann. Parið hefur ákveðið að fresta brúðkaupinu um dágóðan tíma. „Við héldum að þetta væri ekki séns. Þegar við skipulögðum þetta langt fram í tímann þá héldum við að takmörkunum og öðru yrði lokið á þessum tímapunkti. Núna tökum við ekki sénsinn á því að hugsa minna en ár fram í tímann og hugsum kannski um sumarið 2022. Það yrði þá í þriðja skipti, en allt er þegar þrennt er,“ segir Árni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira