Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Logi Einarsson skrifar 14. ágúst 2021 12:47 Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Samfylkingin Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar